dinsdag 11 maart 2008

Og þá á ég heima í húsinu hans Mr. Muscle!

Já hér er sko aldeilis hreint og fínt! Nánast hægt að speigla sig í gólfunum og menn verða að setja upp sólgleraugu til að verja augun sín gegn hinum ÓGURLEGA gljáa sem ríkir hér í húsinu mínu! Það var nebbla haldinn hreingerningardagur á sunnudaginn var! Og jamm ég sleppti kirkju í þetta eina skiptið..........enda var mikil þörf á þrifnaðarkrafti mínum! Fyrst var haldinn mikill fundur þar sem rætt var um hvað þyrfti að gerast og hver vildi eða skyldi gera hvað! okkur Unu fannst nú líka frekar spes þegar ein Hollensk stúlkukind úr húsinu gjörsamlega heimtaði að fá að þrífa ruslageymsluna úti???? En vorum á sama tíma dauðfegnar að við fengum ekki það hlutverk! Hjúkket maður! Við Una vorum cleaningteam saman og fengum það alúðlega verk að þrífa the central stairways........hljómar nú eins og ekki neitt neitt en NEI þetta var svo sannarlega mikið verk fyrir mikla dugnaðarvorka sem við jú erum sem betur fer.............heheheheheee! Þurftum meira að segja að bera olíu á allt heila klappið eftir þrifin miklu! En sungum okkur í gegnum daginn og hlógum all svakalega af t.d. tuskum sem festust við veggina og uppblásnum latexhönskum sem svo skyndilega breyttust í feita mallakút undir bolnum mínum! Já það getur stundum bara verið gaman að þrífa! Já mamma veistu þú hélst nú áreiðanlega aldrei að sá dagur myndi koma að ég hún Lína druslan þín segði þetta!!!! And there you are! Stefni nebbla ekki á að endurtaka þessi orð mín! ALDREI!

Farin að skíta út............

woensdag 5 maart 2008

Hafið þið einhvern tímann spáð í því......

hvað eru mörg lítil bréf á klósettpappírnum ykkar? Sko ég tók einmitt eftir því áðan þegar ég skrapp mér á postulínið að það stóð á pakkanum með klóapappírnum 1. Hvað margar rúllur, 2. Tvöfald lag af pappír og svo 3. Hvað væru mörg svona lítil stykki af klósettpappír allt í allt á hverri rúllu fyrir sig og það voru hvorki meira né minna en 180!!!!! Þannig nú er um að gera að spá ekki aðeins í verðlagi á klósettpappír og rúllufjölda í hverri pakkningu nei nei heldur verða menn líka að lesa vel hversu mörg lög á rúllu! Já þá er ég nú aldeilis en ekki búin að fræða ykkur vel í dag!
En hupp hupp farin að lesa og dreyma um kjetsúpuna sem að Una ætlar að sjóða oní liðið í kveld! Yummmm Yummmm!

Bestu kveðjur
einlægi klósettkafarinn ykkar