woensdag 31 oktober 2007

One more day...............

Jæja þá er einn langur lærdómsdagur ennþá framundan og þá er þessarri próftörn dauðans loks lokið og ég kátur og glaður Dreki á nýjan leik. Alveg komin með nóg núna satt að segja. Nema hvað fór reyndar á fyrsta fund í dag í sambandi við rannsóknina mína og tjaaaaaa bara svaka spennandi nema að ég þarf helst að finna 300 foreldra sem vilja fylla út spurningalistana mína báða tvo fyrir næsta miðvikudag...........heheheeee bara harkan ein! Ég á að gera þetta saman með henni Christie og jú þetta hljómar kannski voða auðveldlega í ykkar eyrum en trúið mér þegar ég segi að þetta verður augi auðvelt verk! Enda tala um tvo spurningalista með 65 og 72 spurningum svo veit ekki hver nennir! En ég mun gera mitt besta í nafni rannsóknarinnar. Finnst reyndar svaka spennandi að vera fara gera mínu fyrstu stórtæku rannsókn á ævinni og aldrei að vita nema svo vel heppnist að við fáum hana birta líka!
Quincy er hress og kát. Gerir lítið annað þessa dagana en að stökkva á eftir öllu og aðalega hanga á kálfunum á mér. Veit ekki hvort fólkið sem ég fékk hana frá var kannski bara að ljúga að það væri búið að gelda kvikindið?????? Tjaaaaaaa veit augi! En hún er nú samt sæt nottla og voða voða krúttleg. Heldur mér vakandi yfir blessuðum rullunum sem mig langar mest að öllu að æla yfir og pakka niður og skella mér í langt sumarfrí á sólalegar slóðir!
En einn dagur og svo próf og svo GLEÐI GLEÐI sama hvurnig á eftir að ganga! Og bjór bjór og gaman gaman!

Er farin uppí kojjjjuna mína að hvíla hausalinginn svo ég verði hress og kátust á bókasafninu á morgun jafnvel fyrir fyrsta kaffibollann!

Knús

zondag 28 oktober 2007

Próf Próf og þreyttur Dreki

Jæja þá er komin sunnudagur og sveiattann bara því það þýðir að á morgun er mánudagur til mæðu. Fór í 4 próf í seinustu viku og er að fara í eitt í þessarri viku og þá vonandi búin í bili eða þangað til í lok desember Þannig seinustu vikur eru búnar að vera lærdómsvikur hjá mér og mín búin að vera gasalega dulleg að læra! En verð kát þegar kemur í ljós hvort ég stóð mig og búin í prófinu á föstudaginn. Ætla að gera eitthvað hrillilega skemmtilegt um næstu helgi til að fagna þessum próflokum! Pottþétt!!!!! Fór reyndar í afmæli hjá Rúnunni í gær og það var meiriháttar gaman! Mikið dansað, sungið og dominoast á ofurstóru dominói! Hefði hreinlega getað skilið linsurnar eftir heima bara!
En jamm hef bara ekkert að segja frá þessa dagana.............sorry! Eða jú keypti reyndar nýja fína skó í gær og er ALLGLÖÐ með þá!!! Svarta og hvíta strigaskó fra All star!
Rigningin dynur á rúðuna hjá mér og þó mér þyki rigningin góð þá finnst mér þessi rigning bara allsekki góð! Rok og það er svo kalt hérna inni hjá mér! Komin í flís og hlýja inniskó en er samt kalt......... verður köld nótt hjá Drekanum.

Góða nótt esskurnar mínar
Drekinn

zondag 14 oktober 2007

Áhyggjufulli Euroshopper Kisinn

Jæja þá fannst mér nú tími kominn á smá blogg! Ákvað að láta þessu fínu mynd fylgja með en þett ku vera hið fína kattarþurrfóður frá öngvum öðrum en þeim félögum frá Euroshopper. En hér kemur kjarni málsins: Hvað þettur ykkur í hug þegar þið sjáið þessa mynd framan á pakkanum? Ég sé nú bara hrikalega daprann og aumkunnarverðan kisa..........! Á ég sumé að halda að svona verði Quincy ef ég held áfram að gefa henni þennan mat? Verður hún bara einhver looser?????? Finnst alveg með eindæmum hvað allar Euroshop pakkningarnar eru alltaf ljótar en þessi slær öll met finnst mér! EN tjaaaaa nóg um það! Annars allt gott að frétta fyrir utan prófstress þar sem þau nálgast öll á ógnarhraða og Drekinn nottla orðinn kvíðinn eins og svo oft áður. Er alveg að reyna vera ekki stressuð en er samt byrjuð að vakna upp á nóttunni við að ég er barasta að þylja upp glósurnar mínar...........pppffffff.........held svei mér þá stundum að ég ætti nú bara að láta leggja mig inn!!!! En tók mér reyndar lærdómsfrí í gærkvöld og fór til Ypenburg sem er í útjaðri Delft. Hún Annick belgísk vinkona mín sem ég bjó með og vann með í Guatemala á sínum tíma var þar í partý og var búin að bjóða mér að kíkja við. Var meiriháttar gaman að hitta Annick aftur en ég var nú ekki búin að sjá hana í 3 ár! Svo var fínn matur á boðstólnum sem var nú ekki verra heldur! Tónlistin og restin af fólkinu var nú samt frekar spes og við Árni urðum vitni af alskyns ansi skondnum dansporum! En og aftur takk fyrir að koma með Árni! Þú mátt draga mig með í skrítið partý næst! En jamm bamm það er smá sletta eftir í afbragðssósunni frá E Finnsson og mín búin að fara út að hlaupa fyrir daginn í dag þannig ætla gjöra mér samloku!
Njótið lífsins og verið þæg og góð!
Línan og Quincyinn einstaki Posted by Picasa

woensdag 3 oktober 2007

Eigum við eitthvað að ræða þetta? Hélt ekki!

Ég átti aldeilis en ekki viðburðarríkan morgun í gær. Ég ætlaði eins og svo marga aðra morgna að fá mér kaffibollann góðan og þegar ég opnaði eldhússkápinn til að ná mér í mjólkurduft út í bollann minn hrundi hann bara niður! Bara sisvona! Munaði engu að ég hefði fengið straujárnið í hausinn takk fyrir! Mér brá nú alveg soltið í öllum hamalátunum en Quincy lét þetta aftur á móti ekki eyðileggja sinn morgun. Hún vaknaði aðeins og kom og þefaði af kaffislettunum á gólfinu og fór svo aftur í bólið sitt að klára morgundrauminn sinn. Nema hvað þá er búið að hengja skápinn upp á ný. Stjáni Blái kom nebbla alla leið úr Delft með spínatdós og ikea verkfæraboxið sitt. Reyndar sagði sérfræðingurinn að ég yrði að fjárfesta í nýjum festingum helst í gær þar sem þessar héldu ekki og eiga ekki eftir að halda mikið lengur. En þangað til þá mun ég bara opna skápinn með mikilli alúð og aðgættni. En það allra sorglegasta við þetta allt saman er að Herra Senseo lifði fallið ekki af:( Hann var gjöf frá henni ömmu minni og við Senseo erum sko aldeilis búin að eiga góðar stundir saman í gegnum árin.............Á eftir að sakna þín herra Senseo! Cheers mate!!!! Þannig á morgun eftir skóla ætlar mín að skella sér í bæinn og kaupa könnu til að gera kaffi. Á líka 30 evru inneignarnótu í Bijenkorf sem að ég er lengi búin að vera velta fyrir mér hvað ég eigi að nota í og ég held að þetta sé rétta momentið. Annars lítið annað að frétta. Nema ég er eitthvað voða voða þreytt og finnst lítið verða úr dögunum mínum............og þá verður Drekinn stressaður enda prófvika eftir aðeins 3 vikur! ppppffffffff..............

Knúsiknús á ykkur frá mér