maandag 7 april 2008

Læri Læri tækifæri



Hér kemur ansi síðbúin páskakveðja.........Góðir landsmenn, ættmenn og hin ýmsustu dýr hér og þar en að sjálfsögðu aðalega þar: Gleðilega páska öllsömul og gott farsælt sumar! Og mamma og pabbi TAKK fyrir eggið góða sem rann svona líka ljúflega niður!
Nema hvað! Orðið ansi langt síðan ég bloggaðist á þessum bæ. Páskarnir komu og fóru og þeim fylgdi þessi líka yndislega prófvika! 3 stykki takk fyrir og mér fannst þau ekki hafa gengið nógu vel.........ok ég veit að nú hugsa allir sem þetta lesa......Lína við höfum heyrt þig segja þetta áður! En tjaaaaaaaa Like I care! Mér fannst ekki ganga nógu vel og er hreinlega með hjartað í buxunum að bíða eftir niðurstöðum sem eru jú væntanlegar í næstu viku!
Svo eru Rúna og Adriaan farin frá okkur! Á klakann góða eða nánar tiltekið í Reykjavíkina! usssssssss maður saknar þeirra nú barasta alveg! En jamm bamm verður spennandi að fylgjast með ævintýrum þeirra á Íslandinu! Íslendingurinn og fljúgandi Hollendingurinn hennar! En eins og sjá má á myndinni hér að ofan erum við Una búnar að þerra tár okkar og í tilefni af því eldaði Una bara eitt stykki lambalæri! bara sisvona! Og hún fór sko létt með það líka! Mamman hennar kom í heimsókn og með lambið með sér! Stimplað og fínt og MIKIÐ ofboðslega var það líka gott á bragðið! Jiiiimundur barastastastasta! TAKK MAMMA UNA! Og nú er ég farin í megrun!
Annars er bara mest lítið að frétta nema að allir nýju kúrsarnir eru byrjaðir og ég er en að reyna redda mér einhverjum bókum. Allar svo ofurdýrar og peningaleysið að hrjá mig. En góðu fréttirnar að það var hringt í mig í morgun og ég er komin með aðra fjölskyldu til að vinna hjá! Verð sumsé sé með 2 stykki börn á mínum örmum frá og með maí! Þessi búa hér í Delft sem er ansi gott þar sem ég mun þurfa byrja klukkan 7 á mánudagsmorgnum...........heheheee heppin ég að vera soddan morgunkona svo þetta ætti að hafast! Hlakka bara til þegar ég get loksins byrjað að vinna með þessum fjölskyldum! Spennandi!
Og svo ein ansi skemmtileg ráðgáta handa ykkur í lokin........hvurnig stendur á því að nánast allar hænur á Íslandi verpa bara hvítum eggjum? Mikið búið að ræða þetta hér í eldhúsinu! Einhverjum datt meira segja í hug að kannski væri bara eitthvað racismagen í Íslensku hænsunum okkar? Jaaaa hénna!
Yfir og út
PS. Búin að skella inn nýjum myndum!