woensdag 28 november 2007

Pappakassa og Brussel

Jæja nú eru einungis 2 dagar í stórflutninga mína! Quincy flytur reyndar í kvöld til Delft þar sem hún ætlar að fá að gista hjá Árna meðan á ósköpunum stendur. Þarf þá líka ekki að pakka henni niður í kassa eins og öllu hinu ruslinu mínu. Fín byrjun fyrir hana til að venjast Delft og svoleiðis. Alveg ótrúlegt samt hvað mér er búið að takast að sanka að mér miklu rusli síðan ég flutti hingað! Allskyns dót sem ég nota ALDREI! Þannig að ég er bara búin að vera dugleg að gefa í góðan málstað hjá vinum mínum í Kringloop hér úti á horni. Fínt að taka svona til í lífinu af og til. Nema ég flyt sumsé á föstudaginn og vildi bara segja TAKK við alla fyrir að bjóða fram hjálp sína! Eruð öll yndisleg! Og svo á laugardagsmorgun fyrir fyrsta hanagal verður stefnan tekin á Brussel í hina löngu ákveðnu hnátuferð okkar íslensku Hollandshnáttna! Það verður áreiðanlega algjör snilld og ég bara farin að hlakka til svei mér þá!

Næsta blogg mun verða úr nýju kytrunni okkar Quincy í Delft þannig bara see ya in Delft!

donderdag 22 november 2007

Drekinn er að yfirgefa Den Haag

Og nú er aldeilis stórfréttir: Ég er að fara flytja til Delft. Í sama húsið og Una, Rúna og Adriaan búa í en tjaaa heill hellingur af öðru fólki! Þetta gerðist algjörlega 1,2 og 10 og ég eiginlega bara en að ná þessu öllu saman nema hvað á næsta föstudag í næstu viku flytjum við Quincy sumsé. Er nú alveg vel stressuð yfir flutningunum sjálfum.............bara ræð ekki við mig. Ég er snillingur í stressi! Svaf nánast ekkert í nótt. Endalaust að spá í hvernig ég ætti að pakka niður.........leigja bíl........þora að biðja fólk um að hjálpa mér við flutningarnar..........koma dótinu mínu fyrir þar sem herbergið er heldur í minni kantinum......og tjaaaaaaaa svona heldur listinn áfram. Ef ég held svona áfram verð ég komin á háann skammt af prósac eftir helgi! ARRRRGGGGGG! Nema hvað að ég er samt ofurspennt yfir að fara búa í þessu húsi! Verður hollt og gott fyrir mig innipúkann að búa innan um annað fólk til tilbreytingar. Allt of auðvelt að loka sig af hér og svo nottla bara GAMAN að fara búa innan um og í nágrenni við alla vinina sína! Þetta verður áreiðanlega allt ok þ.e.a.s. þegar ég er búin að koma öllu dótinu fyrir EINHVERNVEGIN og flutningum lokið!

Svo var Tótan mín nottla hjá mér seinustu helgi! Var endalaust gaman hjá okkur og þá specially þegar það var verið að kalla á Batman sjálfan! Það gerist nú ekki á hverjum degi! En myndirnar tala sínu máli svo endilega kíkið!

Knús í bili frá StressDrekanum sem bara ræður ekkert við sig þessa dagana

maandag 12 november 2007

Propadeuse diploma og senn kemur Tótan!

Jæja kominn mánudagur og bloggtími þar með!

Ansi margar og jú skemmtilegar fréttir héðan úr Hugo De Grootstraat að þessu sinni! Ég fékk nebbla staðfest á þriðjudagsmorgunin að ég væri búin að ná propaseuse diploma innan við hið ógurlega tiltekna tímamark og má því núna halda áfram í náminu og komin í gegnum síuna! Get núna svosem dundað mér við þetta næstu 10 árin án þess að eiga í hættu að verða hent út! Þótt það sé nú ekki planið er samt góð tilhugsun svona bakvið annað eyrað! Gæti t.d. fótbrotnað eða meitt mig í littla fingri og verið úr leik í smá tíma en tjaaaaaa nú er það bara ok. Þannig ég get sko alveg sagt að ég sé búin að sofa vel undanfarna daga. Nema hvað að svo fékk ég mail núna áðan með niðurstöðunum úr líffræðiheilaprófinu og viti menn fyrsta 9 mín komin í safnið í háskólanum í Leiden! Búin að vera syngjandi glöð seinasta klukkutímann!!!! Átti alveg von á að hafa náð en ekki von á svona skemmtilegri einkunn sem setur brosið alveg lengst út fyrir eyrnasnepplana!

en nóg um skólann! Ha? Bíddu hvaða skóli??? TÓTAN ER AÐ KOMA! Hún er væntanleg næsta fimmtudag og mun dveljast hér í Niðurlöndunum fram að mánudegi hvorki meira né minna! Fyrir þá sem ekki vita þá get ég hlegið svo mikið með Tótu að ég á það til að missa röddina og vera með harðsperrur í maganum svo dögum skiptir. Þannig að eftir helgina ætti ég að vera komin með nokkuð fínt þvottabretti á bringuna mína;) Hún fær nú reyndar ekki gistingu hér fyrr en hún er búin að afhenda mér ýmisleg góðmeti frá Stór Bretlandi! Nokkrar súkkulaði tegundir eins og t.d. toffie crisp! Og ef hún hagar sér vel og Quincy er en á lífi á sunnudaginn þá mun ég kannski verðlauna hana með Prins pólói úr pólsku búðinni hér í götunni!

En svo var víst feiknar stormur hér í Hollandinu. Mér tókst að sofa hann frá mér að mestu leyti en pabbi hringdi samt og vakti mig til að segja mér frá og vara mig við þessum stormi! Sem jú ég var búin að missa af og stóð eins og álka á náttfötunum með pabba á hinum endanum með sögur af fólki við strendur hollands sem þurftu að yfirgefa heimili sín! Sösssssssss! mbl var eitthvað aðeins að ýkja og þar var að lesa að þetta ætti allt eftir að gerast en var búið að gerast á MEÐAN ÉG SVAF eins og prinsessan á bauninni! Mwah!

En jammsi bammsi nú er brátt kominn kveldmatatími og bumban mín farin að baula!

Yfir og Út
Drekitan

maandag 5 november 2007

Sæll skíthæll

Og svo kom bara mánudagur.......mér til mikillar mæðu. Alvara lífsins tekin við á ný eða jú alla fram að næsta föstudegi!

Átti voða voða fína helgi eftir að hafa klárað próftörn dauðans. Árni mætti á föstudaginn og við chilluðum og horfðum á með allt á hreinu! Árni mætti reyndar færandi hendi með Gammel Dansk til að fagna próflokum mínum nema bara að ég veit hreinlega ekki um drykk sem mér þykir vondari á bragðið;) úúúúpppps! Svo á laugardagskvöldið var hörð dagskrá: Klukkan átta þegar allir aðrir fóru að hátta fór ég á bjórsmökkun í Delft. Prófuðum 6 tegundir af Mjöð sem var mjög svo gaman og fengum að heyra allt um mjöðinn frá Herra bjórprofessor í Delft. Hann gerði sitt besta nema var kannski aðeins of langorður að mati viðstattra..........og ekki alveg nógu fyndinn heldur! En tja you win some you loose some! Svo var haldið rakleiðis í hið árlega huisfeest í Bagijnehof en Rúna og Una búa þar og einu sinni á ári er haldið svaka partý af húsráðendunum! Allir mættu í sínum fínustu búningum og var mikið um dýrðir! Endilega kíkið á myndirnar í albúminu mínu því þær segja meira en mín orð hér! Myndað mál er gott mál!

En nú er jú mánudagur og allt komið á fullt á nýjan leik. Hjólaði í nokkra skóla í dag að leita af skóla til að taka þátt í rannsókninni okkar en nei nei því miður án lukku! Lenti meira segja í einhverjum brjáluðum krakka sem vildi berja mig með hlaupabrettinun sínu! Þessi ungdómur í dag! Eins gott að ég er í þessu námi til að taka á svona ormum;) En á morgun heldur leit mín ótrauð áfram!

En nú er komin tími to hit the sack as they say! Mæting klukkan átta í Basisschool t´Palet í fyrramálið til að gera observation fyrir einn kúrsinn minn! Stuð og stemming sumér!

Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Rannsóknardrekinn