donderdag 22 november 2007

Drekinn er að yfirgefa Den Haag

Og nú er aldeilis stórfréttir: Ég er að fara flytja til Delft. Í sama húsið og Una, Rúna og Adriaan búa í en tjaaa heill hellingur af öðru fólki! Þetta gerðist algjörlega 1,2 og 10 og ég eiginlega bara en að ná þessu öllu saman nema hvað á næsta föstudag í næstu viku flytjum við Quincy sumsé. Er nú alveg vel stressuð yfir flutningunum sjálfum.............bara ræð ekki við mig. Ég er snillingur í stressi! Svaf nánast ekkert í nótt. Endalaust að spá í hvernig ég ætti að pakka niður.........leigja bíl........þora að biðja fólk um að hjálpa mér við flutningarnar..........koma dótinu mínu fyrir þar sem herbergið er heldur í minni kantinum......og tjaaaaaaaa svona heldur listinn áfram. Ef ég held svona áfram verð ég komin á háann skammt af prósac eftir helgi! ARRRRGGGGGG! Nema hvað að ég er samt ofurspennt yfir að fara búa í þessu húsi! Verður hollt og gott fyrir mig innipúkann að búa innan um annað fólk til tilbreytingar. Allt of auðvelt að loka sig af hér og svo nottla bara GAMAN að fara búa innan um og í nágrenni við alla vinina sína! Þetta verður áreiðanlega allt ok þ.e.a.s. þegar ég er búin að koma öllu dótinu fyrir EINHVERNVEGIN og flutningum lokið!

Svo var Tótan mín nottla hjá mér seinustu helgi! Var endalaust gaman hjá okkur og þá specially þegar það var verið að kalla á Batman sjálfan! Það gerist nú ekki á hverjum degi! En myndirnar tala sínu máli svo endilega kíkið!

Knús í bili frá StressDrekanum sem bara ræður ekkert við sig þessa dagana

4 opmerkingen:

Anoniem zei

Vá! aldeilis fréttir! en ekki leiðinlegt hús til að flytja í:)

tóta zei

vá við erum ekkert smá ÓGEÐSLEGA fyndnar og sætar! crazy pianos myndirnar eru geggjaðar!
kysskysskyss!
gangér vel að flytja mar, þetta verður búið áður en þú veist af ;)

Anoniem zei

Troddu í töskuna þína og komdu með heim, alltaf gaman að fá nýtt dót, þó að það sé bara í láni :)

Una zei

þið eruð ótrúlega sætar á þessum myndum stöllur. greinilega stuð á ykkur :)

En Lína mín. Þetta reeeeeddast alltsaman. Ég veit þó hvað þú gengur í gegnum. Ég þarf alltaf að pakka öllu í huganum áður en ég byrja að pakka og það tekur yfirleitt lengri tíma en að ná sér bara í kassa og pakka niður. Þú færð vitaskuld hjálp við þetta. Þið Quincy verðið komnar í inniskónna og huggulegheitin hér í Bagijnhof áður en þið vitið af!

Knús