Jæja kominn mánudagur og bloggtími þar með!
Ansi margar og jú skemmtilegar fréttir héðan úr Hugo De Grootstraat að þessu sinni! Ég fékk nebbla staðfest á þriðjudagsmorgunin að ég væri búin að ná propaseuse diploma innan við hið ógurlega tiltekna tímamark og má því núna halda áfram í náminu og komin í gegnum síuna! Get núna svosem dundað mér við þetta næstu 10 árin án þess að eiga í hættu að verða hent út! Þótt það sé nú ekki planið er samt góð tilhugsun svona bakvið annað eyrað! Gæti t.d. fótbrotnað eða meitt mig í littla fingri og verið úr leik í smá tíma en tjaaaaaa nú er það bara ok. Þannig ég get sko alveg sagt að ég sé búin að sofa vel undanfarna daga. Nema hvað að svo fékk ég mail núna áðan með niðurstöðunum úr líffræðiheilaprófinu og viti menn fyrsta 9 mín komin í safnið í háskólanum í Leiden! Búin að vera syngjandi glöð seinasta klukkutímann!!!! Átti alveg von á að hafa náð en ekki von á svona skemmtilegri einkunn sem setur brosið alveg lengst út fyrir eyrnasnepplana!
en nóg um skólann! Ha? Bíddu hvaða skóli??? TÓTAN ER AÐ KOMA! Hún er væntanleg næsta fimmtudag og mun dveljast hér í Niðurlöndunum fram að mánudegi hvorki meira né minna! Fyrir þá sem ekki vita þá get ég hlegið svo mikið með Tótu að ég á það til að missa röddina og vera með harðsperrur í maganum svo dögum skiptir. Þannig að eftir helgina ætti ég að vera komin með nokkuð fínt þvottabretti á bringuna mína;) Hún fær nú reyndar ekki gistingu hér fyrr en hún er búin að afhenda mér ýmisleg góðmeti frá Stór Bretlandi! Nokkrar súkkulaði tegundir eins og t.d. toffie crisp! Og ef hún hagar sér vel og Quincy er en á lífi á sunnudaginn þá mun ég kannski verðlauna hana með Prins pólói úr pólsku búðinni hér í götunni!
En svo var víst feiknar stormur hér í Hollandinu. Mér tókst að sofa hann frá mér að mestu leyti en pabbi hringdi samt og vakti mig til að segja mér frá og vara mig við þessum stormi! Sem jú ég var búin að missa af og stóð eins og álka á náttfötunum með pabba á hinum endanum með sögur af fólki við strendur hollands sem þurftu að yfirgefa heimili sín! Sösssssssss! mbl var eitthvað aðeins að ýkja og þar var að lesa að þetta ætti allt eftir að gerast en var búið að gerast á MEÐAN ÉG SVAF eins og prinsessan á bauninni! Mwah!
En jammsi bammsi nú er brátt kominn kveldmatatími og bumban mín farin að baula!
Yfir og Út
Drekitan
Abonneren op:
Reacties posten (Atom)
5 opmerkingen:
Haha pabbi vakti mig einmitt líka til að vara mig við þessum ósköpum.
Hæ hæ elsku drekalíus,
til hamingju með glæsilegan árangur í skólanum, vissi sko alveg að þú gætir þetta - er svo klár :)
Knús & kossar,
Björt
Til hamingju með þessa flottu einkunn! Alveg hægt að skála nokkru sinnum fyrir því...
stórfín einkunn! Til hamingju með hana. Já, skálum fyrir þessu í Brussel geri ég ráð fyrir ;)
Sæll!
ég er ennþá með smá harðsperrur.... Baukur og Belgur!
hvernig gengur að pakka? :)
Een reactie posten