maandag 5 november 2007

Sæll skíthæll

Og svo kom bara mánudagur.......mér til mikillar mæðu. Alvara lífsins tekin við á ný eða jú alla fram að næsta föstudegi!

Átti voða voða fína helgi eftir að hafa klárað próftörn dauðans. Árni mætti á föstudaginn og við chilluðum og horfðum á með allt á hreinu! Árni mætti reyndar færandi hendi með Gammel Dansk til að fagna próflokum mínum nema bara að ég veit hreinlega ekki um drykk sem mér þykir vondari á bragðið;) úúúúpppps! Svo á laugardagskvöldið var hörð dagskrá: Klukkan átta þegar allir aðrir fóru að hátta fór ég á bjórsmökkun í Delft. Prófuðum 6 tegundir af Mjöð sem var mjög svo gaman og fengum að heyra allt um mjöðinn frá Herra bjórprofessor í Delft. Hann gerði sitt besta nema var kannski aðeins of langorður að mati viðstattra..........og ekki alveg nógu fyndinn heldur! En tja you win some you loose some! Svo var haldið rakleiðis í hið árlega huisfeest í Bagijnehof en Rúna og Una búa þar og einu sinni á ári er haldið svaka partý af húsráðendunum! Allir mættu í sínum fínustu búningum og var mikið um dýrðir! Endilega kíkið á myndirnar í albúminu mínu því þær segja meira en mín orð hér! Myndað mál er gott mál!

En nú er jú mánudagur og allt komið á fullt á nýjan leik. Hjólaði í nokkra skóla í dag að leita af skóla til að taka þátt í rannsókninni okkar en nei nei því miður án lukku! Lenti meira segja í einhverjum brjáluðum krakka sem vildi berja mig með hlaupabrettinun sínu! Þessi ungdómur í dag! Eins gott að ég er í þessu námi til að taka á svona ormum;) En á morgun heldur leit mín ótrauð áfram!

En nú er komin tími to hit the sack as they say! Mæting klukkan átta í Basisschool t´Palet í fyrramálið til að gera observation fyrir einn kúrsinn minn! Stuð og stemming sumér!

Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Rannsóknardrekinn

1 opmerking:

tóta zei

hæ hó krútt!
ætlaði bara aðsegja þér hérna líka (var aðsenda þér á facebook vegginn) að ég sendi þér email á drekastelpan@hotmail.com, tjekk it át, það segir þér hvenær ég kem.... sem er eftir 8 DAGA!
get ekki beðið vá hvað verður gaman hjá okkur!
kysskysskyss"!