zondag 28 oktober 2007

Próf Próf og þreyttur Dreki

Jæja þá er komin sunnudagur og sveiattann bara því það þýðir að á morgun er mánudagur til mæðu. Fór í 4 próf í seinustu viku og er að fara í eitt í þessarri viku og þá vonandi búin í bili eða þangað til í lok desember Þannig seinustu vikur eru búnar að vera lærdómsvikur hjá mér og mín búin að vera gasalega dulleg að læra! En verð kát þegar kemur í ljós hvort ég stóð mig og búin í prófinu á föstudaginn. Ætla að gera eitthvað hrillilega skemmtilegt um næstu helgi til að fagna þessum próflokum! Pottþétt!!!!! Fór reyndar í afmæli hjá Rúnunni í gær og það var meiriháttar gaman! Mikið dansað, sungið og dominoast á ofurstóru dominói! Hefði hreinlega getað skilið linsurnar eftir heima bara!
En jamm hef bara ekkert að segja frá þessa dagana.............sorry! Eða jú keypti reyndar nýja fína skó í gær og er ALLGLÖÐ með þá!!! Svarta og hvíta strigaskó fra All star!
Rigningin dynur á rúðuna hjá mér og þó mér þyki rigningin góð þá finnst mér þessi rigning bara allsekki góð! Rok og það er svo kalt hérna inni hjá mér! Komin í flís og hlýja inniskó en er samt kalt......... verður köld nótt hjá Drekanum.

Góða nótt esskurnar mínar
Drekinn

5 opmerkingen:

Una zei

Þú getur nú tekið nokkur stuðmannahopp til að halda á þér hita stelpa! :) stuð á okkur í gær og já trabant blívur!

p.s. meinaru ekki míkadó?
p.p.s þú rúllar þessum prófum upp!

Anoniem zei

oooeeeppppssssssss jú meinti nottla míkadó! Mhauw heilinn eitthvað úr sér brunninn núna! Er búin að vera stuðmannahoppast hér í allt kveld og er farið að hlýna aðeins en samt aðalega um hjartaræturnar;)

Anoniem zei

ég hélt að hugmyndin um að eiga kærasta væri að halda manni hlýjum á köldum kvöldum :)

Anoniem zei

Jú jú nokku[ rétt hjá þér Harpa Skarpa but there is a downside to everything: Kæsrastinn vill stundum eiga sinn frídag eins og allir aðrir verkamenn;)

Rúna zei

Já svo er bara annað partý um næstu helgi... og þá hefuru sko aldeilis ástæðu til að fagna!
Verð að koma til þín boðskorti í vikunni.
Gangi þér rooooooosalega vel að læra!