Aldeilis mikið búið að ganga á hér í Delftinni undanfarið misseri eða svo! Í fyrradag kviknaði í arkitektabyggingunni í háskólanum hér í Delft en hún Una mín nemur einmitt sitt mastersnám þar ásamt fleirum. Byggingin er algjörlega gjörónýt! Alveg ótrúlegt hvað svona eldur getur haft mikil áhrif! Kviknaði víst út frá einu stykki kaffivél á 7 hæðinni! Nema hvað að þetta hefur auðvitað svakaleg áhrif á líf margra nemenda og strafsfólks. Mikið að vinnu fólks bara farið!!! Ég fór ásamt Unu, Hendrik og Kerem um kvöldið að byggingunni þar sem við horfðum á hana brenna. Mjög áhrifamikið og þá sérstaklega fyrir Unu mína og Hendrik! Hér má sjá video þar sem byggingin gefur sig http://www.youtube.com/watch?v=lc1Lri34OmY
En annars bara allt ágætis að frétta svosem! Búið að vera mikil sól og blíða hér undanfarið! Búin að fara til Delfts Hout og synda í vatninu þar og róa á gúmmíbát sem er bara með eina ár! Frekar mikil hringaferð það! Fara á ströndina og troða táslunum í sandinn í fyrsta sinn þessa sumars! Borða mikinn ís! Borða kvöldmat, lunch og morgunverð uppi á þaki í blíðunni! Grilla á þakinu hjá Pétri í tilefni afmæli hans þar sem stóllinn hans hvarf oní bálið líka! Svo það má í raun segja að sumar hér sé aldeilis BYRJAÐ!
Einnig var Drottninganótt og Drottningadegi fagnað með POMPI og PRAKT! Merel kom og gisti og við tókum þetta ærlega í nefið! Skruppum til Haag ásamt nokkrum húsfélögum mínum til að fagna Drottninganótt! Var svooooo gaman! Og héldum svo uppá Drottningadag hér í Delft þar sem við fórum meðal annars og sáum húshljómsveitina úr húsinu mínu taka nokkur vel valin lög! Endilega kíkið á myndirnar! Þær tala sínu eigin tungumáli:)
Nema hvað nú má bara fara rigna fyrir mér þar sem það er vitlaust að gera í skólanum! Ritgerðir og próf framundan! pppffffffffff! Og vinna vinna! Núna með 3 stykki börn á mínum snærum! Sem ég er með í þjálfun! Samt bara gaman af því!
Knússssss á alla konur og kalla
woensdag 14 mei 2008
Abonneren op:
Posts (Atom)