Og þá varð ég móðir 3 barna í Voorburg í heila viku! Og það bara siiiiiii sonna! Foreldrarnir í New York og ég að sjá um allt heila klappið á meðan! 3 stykki krakkagrísir. 12, 11 og 8 ára. Sá yngsti með dow syndroom, sú elsta með unglingaveikina og miðjusnúðurinn er bara í miðjunni eins og eðal miðjubarni vera ber! Nóg að gera alla daga! Allir á fætur klukkan 7 og borðum saman morgunverð. Hjóla svo með alla andarungana í skólann. Fer heim og þvæ upp og skrúbbast. Hjólast eftir grísunum til að koma þeim heim í hádegisverð og svo hjóla ég þeim aftur í skólann. Aftur heim að vera húsmóðir! Versla í matinn og skúra skrúbba og bóna! Sæki grísina og þá tekur við stíft prógram fram að mat við að koma þeim í öll áhugamálin sín! Hestar, tennis, sund, leiklist, skátar, hokkí..........nefnið það og þessi börn eru skráð! Svaka prógramm á gríslingum nú til dags! Svo tekur við eldamennska.......og á meðan rífast grísirnir um hvað eigi að horfa á í TV! Þau mega horfa í 30min fyrir mat nema þau horfa oftast lítið á þar sem mesti tíminn fer í að rífast um fjarstýringuna........! Nema í kveld var ENGIN fjarstýring! Ég faldi hana! heheheheheee! Þau máttu öll velja einn þátt og svo var sá skrifaður á lítinn miða! Öllu skellt í skál og sá yngsti mátti draga og á þann þátt skyldu allir horfa! Gekk eins og í sögu! No arguing this time!
Nema hvað að sem betur fer eru þess börn ALVEG YNDISLEG og ég hef gaman að! Mikið hlegið og búið að fara í hvað keypti frúin í Hamborg á hverju kvöldi! Þessi leikur sló sko aldeilis í gegn!
Nema hvað! Annars lítið mest að frétta! Náði ÖLLUM prófunum mínum svo þurfti ekki að fara í neinar endurtekningar!!! Júbbbbí! Búin að vera vinna og vinna til að verða rík og geta gjört eitthvað skemmtilegt í ágúst! Er svaka flínk í bakaríinu! Sel brauð eins og heitar lummur:)
Sumarið líka aldeilis komið hingað til Hollandsins! Nærri 30 gráður í dag! pfffffffffffff!
Knúsllllll í bili!
Haldið friðinn og strúkið kviðinn!
woensdag 2 juli 2008
Abonneren op:
Posts (Atom)