zondag 30 september 2007

Góðan og Blessaðan sunnudag öllsömul

Jæja þá er bara en ein vikan liðin og það er alveg að koma október! Jiiiiiiiiiiii hvað mér finnst tíminn vera fljúga frá mér. Annars allt gott að frétta samt sko. Skólinn kominn á fullt flug alveg og er byrjuð í 5 faginu núna..........heheheeee. Reyndar allt í lagi fag. Erum 4 saman í hóp eða ég og 2 vinkonur mínar og svo hún Fatima. Já ég veit hvað þið eruð öll að hugsa núna en hún er sko fínn hettumávur og svaka hress bara;) Nema þetta fag gengur út á mikinn lestur og svo klukkustunda fyrirlestur einu sinni í viku og eftir hann höfum við 3 tíma til að vinna úr verkefni innan okkar hóps og velja okkur annan hóp til að fá feedback frá. Það er nú kannski vert að taka það fram að verkefnið fyrir seinustu viku sem við eigum að skila inn núna fyrir þriðjudaginn byggist einmitt á hinni frægu kvikmynd dangerous mind með engri annarri en henni Michel Pfeiffer í aðalhlutverki! Hvur man ekki eftir hinum fræga smelli úr þessarri mynd????? Var nú alveg nauðgað á öllum útvarpsstöðvum landsins á sínum tíma ef ég man rétt. Enda læt ég linkinn í þetta fallega lag fylgja til að hlýja ykkur um hjartaræturnar. Þannig þessi áfangi er einmitt alveg þveröfugt við allt sem ég hef fengið að kynnast í háskólanum í Leiden hingað til! Sumsé ekki bara sitja kjurr í 3 tíma og hlusta og reyna skilja á sama tíma og svo að reyna lesa kannski 300 blaðsíður um efnið þegar heim kemur.
Svo get ég nú sagt ykkur frá því að ég er orðinn hlaupagarpur mikill! Farin að fara út að skokka eins og maniac! Stundum með nágrannastelpunni en líka bara ég með Páli Óskari! Alveg ótrúlegt hvað það að heyra Stuð að eilífu getur gefið manni vítamínsprautu í bossann! Alla vega gengur bara fínt að fara svona út að hlaupa og mín fer lengra og lengra með hverju skiptinu til að byggja upp meira þol. Tek það fram að ég er ekki búin að vera neyta kakómjólkur þannig er ekki að fá þennan kraft þaðan! Reyndar hef ég verið að hugsa um að fara hlaupa með hauspoka (og samt götum fyrir augu og munn) eftir það sem ég lenti í á föstudaginn þegar ég var bara saklaus víkingur úti að skokka í Den Haag. Ég var sumsé að skokka og það kemur pizzasendill á svona scooter á móti mér og hægir sérstaklega á sér til að fá sem mest útsýni af mér með svitann lekandi niður á hæla og rauð eins og epli í framan! Svo sexy bara get ég sagt ykkur! Nema hvað hann blístraði og commentaði eitthvað sem ég heyrði ekki enda með Palla í botni í eyrunum en mér tókst að heyra dynkinn sem fylgdi í kjölfar. Jú jú manninum tókst að keyra á kyrrstaddan bíl á næstu ljósum eða nánar tiltekið kerruna sem var tengd aftan á þennann bíl. Sem betur fer urðu engin meiðsl svo að sjá á neinum og við Palli héldum bara áfram eins og ekkert hefði í skorist en samt á kafna úr hlátri;)
Svo er herra hávær kærasti stelpunnar sem býr við hliðina á mér alveg hættur að sjást eða réttara sagt heyrast. Get nú ekki sagt að ég sakni hans mikið en hef samt heyrt hana gráta á kvöldin þannig er að spá hvort þetta hafi kannski bara endað allt í tárum? æææjjjjjjjj! Ég þarf þá samt ekki að heyra gaurinn geispa á kvöldin eins og hann sé hreinlega að geispa golunni blessaðurinn!
En jæja nú er kaffibollinn búin og best að skella nýjum í senseo og reyna svo að lesa eitthvað! Enda af nógu að taka svosem;)

Verið svo þæg og stillt þangað til næst því nú eru jólin farin að nálgast enda farið að selja jóladrasl í búðunum hér í gríð og erg sem jú þýðir aðeins eitt=Jólasveinarnir eru farnir að fylgjast með og hver vill nú rotna kartöflu í sinn gæðaskó? EKKI ÉG ALLA VEGA!

Knús
Línan ykkar

zondag 23 september 2007

Takk fyrir pakkann mamma og pabbi!

Eins og þið sjáið var ég ekki aðeins glöð með pakkan frá ykkur og innihald hans heldur var Quincy líka í skýjunum með sendinguna og svaf voða vel í pakkanum! Það verður senn eðal Toro hrísgrjónagrautur á borðum hér en samt ekki fyrr en það er aðeins farið að kólna! Annars var helgin svaka fín. Fór á Jazztónleika í Rotterdam í gærkvöld með Árna, Binna og Svövu! Komnar nokkar myndir af því í myndalbúmið:)
En núu tekur við smá lestur fram að kveldverði!
Knúsiknús í bili frá mér;) Posted by Picasa

donderdag 20 september 2007

Rigning og endalaus rigning........

Það er komið haust í hollandi sem þýðir aðeins eitt: Rigning og hellingur af henni! Get ekki sagt að ég sé mjög hrifin af þessarri veðráttu og þá sérstaklega þar sem það er líka farið að kólna og ekki hægt að setja hitann á hér hjá okkur Quincy þar sem það er lokað fyrir það frá 01 april til 01 október. Hollendingar alltaf að spara og húseigandinn hér er sko aldeilis einn af þeim. En neyðin kennir naktri konu að spinna og til allrar hamingju á ég nú nokkrar fínar ullapeysur og inniskó og hún Quincy mín er til allrar lukku þakinn þessum líka fína loðfeldi!
Annars er Quincy bara í essinu sínu þessa dagana enda þarf hún nú líka ekkert að fara út í þetta veður. Hún er til að mynda búin að gera þá uppgvötvun að blóm eru mjög bragðgóð. Ég fékk nebbla sólblóm gefins um daginn á lestarstöðinni og kom með það heim og ég var varla komin með það inn úr dyrunum áður en hún réðst á það eins og hún hefði bara ekki fengið að borða í ár og aldir! Ég neyddist til að setja blómgreyið upp á skáp en Quincy er nú ekkert sátt og mjálmar reglulega í áttina að því. Bara svona til að láta mig vita að hún er ekkert sátt.
Fór aftur í sjúkraþjálfun í morgun því axlirnar auðvitað farnar að stríða mér á ný! Fékk gott en jú sársaukafullt EN núnudd og skipun um að ég yrði að fara meira í ræktina og bannað að sitja og lesa allann liðlangann daginn. Er búin að vera voða dugleg að lesa ekki allann liðlangann daginn undanfarið en tjaaaaaaaa ekki búin að fara í ræktina en samt ekki vegna leti heldur peningaleysis en það ætti að reddast innan bráðar og þá fer ég og skrái mig á nýjan leik og verð voða voða dulleg!
Svo fór ég líka á þennan líka dásamlega skemmtilega fyrirlestur í gær! Í tvö tíma sat ég og hlustaði á sköllóttann mann frá Brabant (því fylgir einmitt einkar spes málýska) tala um heilabú mannsapans. Sem jú getur verið einkar áhugavert nema ef maðurinn hefði kannski haft fyrir því að tala á mannamáli! En ekki fagmáli! Þetta var fyndið svona fyrstu 20 mínúturnar en svo voru allir bara búnir að leggja niður pennana sína og farnir að hrista hausinn. Hann hefði alveg getað verið að halda fyrirlesturinn á japönsku! Ég hata einmitt svona fagfólk sem að annað hvort bara veit of mikið en getur ekki kennt öðrum það sem það veit eða þykist vita svona mikið og notar þess vegna ekki mannatal. Ég var alla vega nett pirruð yfir þessum skallapoppara og lærði bara ekki rass á þessum fyrirlestri! Svo er líka ekki nema 80% fall í þessum áfanga:)
En jamm bamm ætla reyna klára Gozoline líffræðibókina í dag. Svo er partý í skólanum í kvöld. Á að umturna allri byggingunni sem ég er í frá social sciences í svaka diskó og casino! Kostar einnungis 5 evrur inn og ódýr bjór þannig við Merel ákváðum að skella okkur! Vera með!

Verið ljúf og elskið lífið

Ofurdrekinn ykkar

zaterdag 15 september 2007

Zaterdag en de zon schijnt zo mooie en prachtig!

Sælt veri fyrir fólkið!

Jæja þá er búið að halda þjóðhátíð og majonesan orðin gul! Var alveg hreint meiriháttar vel heppnað í alla staði! Nægur matur til að fæða hálfan Kópavog og allir saddir og kátir. Mætingin var með sóma og held ég að hópurinn hafi náð í hátt 18 manns þegar hæst stóð! Það var mikið borðað og jú jú drukkið líka og fyrir þá sem voru nógu diehard og fóru ekki heim snemma var Sókrates sungin hátt og snjallt ásamt fleiri vel útvöldum smellum sem flestir komu nú af hinum landsþekkta SS pulsudiski! Ég vil því hér með skora á SS að fara gefa út bjúgudisk sem allra allra fyrst! Alla vega mun ég fjárfesta í einum svoleiðis! En myndirnar tala sínu máli og ég er búin að setja nokkrar prenthæfar inn á myndasíðuna fyrir þá óheppnu sem ekki tóku þátt í þessum glaðning okkar!

Annars er orðið lítið eftir af E Finnsson sósunni minni og ég get nú ekki leynt því að ég hef nettar áhyggjur af því hvurnig fer þegar hún klárast þar sem ég eeeelska þessa sósu!

Svo er nú líka bara glampandi sól í dag sem gerir lífið nú extra bjart og skemmtilegt! Árni hélt því meira segja fram að sumarið væri bara koma á ný! Ætla bara trúa því svona tímabundið held ég:)

Jæja heyri snark snark úr samlokugrillinu sem þýðir aðeins eitt= E Finnson lokan mín er tilbúin til snæðings!

Elskið friðinn og strjúkið kviðinn

Línan ykkar

woensdag 12 september 2007

Hallú

Jæja þá er mín sko aldeilis búin að vera dugleg! Búin að vera púslast við að loksins setja upp myndasíðu og þar með nú þegar aðeins minni óreiða í myndamálunum mínum! Kominn linkur á hana hérna svo að endilega kíkið!

Annars mest lítið að frétta fyrir utan moskítóflugufarald í herberginu mínu og Quincy sem eltist við mýs á nóttinni en tjaaaaaaaaaaa nær bara engri! En tekst að vekja mig með hávaðanum!

En jamm borði borði núna og nágrannar! Svo til Delft á De Ruif!

ciao

Línan

maandag 10 september 2007

Línus ætlar að bloggast!

Hellllllu!

Jæja ég ákvað að koma mér í siðmenninguna og gerast bloggari á ný! Pjásusíðan okkar orðin hálfdauð enda mikið að gerast hjá okkur öllum en við munum að sjálfsögðu gera okkar besta við að halda síðunni opinni og skrifa á hana svona af og til................http://www.blogg.central.is/hollandspjasur svo hér hafið þið það!
Nema hvað að hér mun ég reyna eftir minni bestu getu að segja ykkur frá því sem drífur á daga mína hérna í Niðurlöndunum eða nánar til tekið í Den Haag! Svona ættu vinir og vandamenn að geta heyrt meira frá mér og fallegasta ofurkisanum mínum henni Quincy! Sem er nú reyndar sofandi eins og er.................en ég mun gjöra allt sem í mínu valdi stendur til að kenna henni á tölvuna og fá hana til að skrá sínar dýpstu hugsanir og svörtustu leyndarmál hér á þessa síðu!

Nema hvað! Hvað er helst í fréttum í lífi ofurdrekans???????? Jú jú skólinn góði nottla hafin á ný! Og tjaaaaaaa bara satt að segja nú þegar alveg nóg að gera svo ég kvarta nú augi yfir því að mér leiðist! Svo er planið að halda þjóðhátíð í Delft næstkomandi helgi! Ætti að geta orðin með eindæmum skemmtilegt svo lengi sem allir mæta og Pétur og fleiri í drykkjunefnd kaupa nóg af mjöðinum góða. Svo er planið að hafa mat og fleira og svei mér þá aldrei að vita nema verði bara skemmtiatriði líka? Sjálfboðaliðar?

En jú jú nú er mánudagur.........flestum til mæðu! Skóli og helgin búin! Nema nottla ef maður er Quincy! Þá er bara hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og sofa, mala, borða og láta vorkenna sér!

Njótið mánudagsinnssssssssss og rest þessarrar viku! Ég mun stefna á að gera hið sama:)

Línan