donderdag 20 september 2007

Rigning og endalaus rigning........

Það er komið haust í hollandi sem þýðir aðeins eitt: Rigning og hellingur af henni! Get ekki sagt að ég sé mjög hrifin af þessarri veðráttu og þá sérstaklega þar sem það er líka farið að kólna og ekki hægt að setja hitann á hér hjá okkur Quincy þar sem það er lokað fyrir það frá 01 april til 01 október. Hollendingar alltaf að spara og húseigandinn hér er sko aldeilis einn af þeim. En neyðin kennir naktri konu að spinna og til allrar hamingju á ég nú nokkrar fínar ullapeysur og inniskó og hún Quincy mín er til allrar lukku þakinn þessum líka fína loðfeldi!
Annars er Quincy bara í essinu sínu þessa dagana enda þarf hún nú líka ekkert að fara út í þetta veður. Hún er til að mynda búin að gera þá uppgvötvun að blóm eru mjög bragðgóð. Ég fékk nebbla sólblóm gefins um daginn á lestarstöðinni og kom með það heim og ég var varla komin með það inn úr dyrunum áður en hún réðst á það eins og hún hefði bara ekki fengið að borða í ár og aldir! Ég neyddist til að setja blómgreyið upp á skáp en Quincy er nú ekkert sátt og mjálmar reglulega í áttina að því. Bara svona til að láta mig vita að hún er ekkert sátt.
Fór aftur í sjúkraþjálfun í morgun því axlirnar auðvitað farnar að stríða mér á ný! Fékk gott en jú sársaukafullt EN núnudd og skipun um að ég yrði að fara meira í ræktina og bannað að sitja og lesa allann liðlangann daginn. Er búin að vera voða dugleg að lesa ekki allann liðlangann daginn undanfarið en tjaaaaaaaa ekki búin að fara í ræktina en samt ekki vegna leti heldur peningaleysis en það ætti að reddast innan bráðar og þá fer ég og skrái mig á nýjan leik og verð voða voða dulleg!
Svo fór ég líka á þennan líka dásamlega skemmtilega fyrirlestur í gær! Í tvö tíma sat ég og hlustaði á sköllóttann mann frá Brabant (því fylgir einmitt einkar spes málýska) tala um heilabú mannsapans. Sem jú getur verið einkar áhugavert nema ef maðurinn hefði kannski haft fyrir því að tala á mannamáli! En ekki fagmáli! Þetta var fyndið svona fyrstu 20 mínúturnar en svo voru allir bara búnir að leggja niður pennana sína og farnir að hrista hausinn. Hann hefði alveg getað verið að halda fyrirlesturinn á japönsku! Ég hata einmitt svona fagfólk sem að annað hvort bara veit of mikið en getur ekki kennt öðrum það sem það veit eða þykist vita svona mikið og notar þess vegna ekki mannatal. Ég var alla vega nett pirruð yfir þessum skallapoppara og lærði bara ekki rass á þessum fyrirlestri! Svo er líka ekki nema 80% fall í þessum áfanga:)
En jamm bamm ætla reyna klára Gozoline líffræðibókina í dag. Svo er partý í skólanum í kvöld. Á að umturna allri byggingunni sem ég er í frá social sciences í svaka diskó og casino! Kostar einnungis 5 evrur inn og ódýr bjór þannig við Merel ákváðum að skella okkur! Vera með!

Verið ljúf og elskið lífið

Ofurdrekinn ykkar

Geen opmerkingen: