woensdag 19 december 2007

Brrrrrrrrrr...............

Það er kalt í Hollandi og þegar svona er þá er sko eins gott að vera með sjálfsbjargarviðleitnina á hreinu og eins og sjá má á þessarri mynd er hún Quincy mín sko ALVEG með þetta á hreinu! Bara láta loppuna lafa vel niður og finna hitann frá ofninum verma sig og þannig þarf hún líka öngva vettlinga blessunin eða loppulinga! Ég er aftur á móti sjálf ekki svo vel búin eins og hún að vera með svona fínan of hlýjan feld en þar í stað kemur ullarpeysan góða, vettlingar,heitir drykkir og svo bara ofninn í BOTN. Nema hvað að þessum kulda fylgir líka hjá mörgum kvef en einn spánverjinn hér í húsinu er einmitt mikið kvefaður. Það fer líka ekki fram hjá neinum þar sem ég hitti hann í gærkvöldi frammi í eldhúsi með nánast heila klósettrúllu uppí nefinu á sér! Það má kannski taka það fram að klósettpappírinn er einmitt innifalin í leigunni hjá okkur en fyrr má nú samt vera. Ég hélt að maðurinn væri stórslasaður og spurði hvað í ósköpunum hefði eiginlega gerst..................en nei nei þá var hann bara með kvef of fannst þetta eðalráð til að stoppa flæðið svona rétt á meðan hann eldaði sér kvöldverðinn sinn! Mér fannst þetta nú bara fyndið! En nú nálgast jólin óðum og þar með ferð mín til ÍSLANDS! Er satt að segja bara orðin svaka spennt að fara og KNúsa alla og borða eðalgóðan mat og bara slappa af. Quincy mín fer í kvöld í pössun hjá Marlies og Dave og er búin að lofa mér að vera alveg hreint gasalega þæg og ekki borða jólastjörnuna hennar Marlies eins og hún gerði í fyrra og þau fengu panik þegar kisinn byrjaði að gubba rauðu útum allt!
KNús Posted by Picasa

woensdag 12 december 2007

Ný kytra og jólin nálgast á ógnarhraða

Sælinú!
Jæja þá er mín flutt til Delft eða nánar tiltekið Bagijnhof númer 13! Er gasalega glöð með nýja herbergið mitt og nottla alla nýju húsfélagana! Fæ fína kennslu í viskastykkaslagsmálum a kvöldin svo að þú Siggi minn munt sko aldeilis þurfa vara þig þegar ég kem um jólin! Er orðin ansi góð nebbla og ætla að taka þig í karphúsið! Quincy kvartar heldur ekki og virðist bara hin kátasta í nýju kytrunni okkar! Þótt hér sé miklu minna pláss heldur en það sem við höfðum í Den Haag þá erum við í skýjunum með þetta og allt dótið smellpassar inní herbergið!
Nema hvað er fleira í fréttum???? Fór til Brussel með stelpunum og það var meiriháttar gaman! Lögðum í hann eldsnemma á laugardeginum svo við hefðum allan laugardaginn til að skottast! Og við eyttum mestum hluta dagsins í súkkulaðibúðum að troða í okkur ókeypis smakki og í að leita af vöfflum! Gistum á þessu líka fína Hostel í kojum og ekki hægt að segja að það hafi væst um neinn! Enda vorum við með eðal teppi til að breiða yfir okkur og pissulök! Fórum reyndar út að borða á ansi spes stað á laugardagskvöldinu............þar sem við vorum nánast dregnar inn af einum þjóninum sem lofaði okkur kampavíni og fínheitum! En því miður reyndist þetta nú augi raunin............einhver geðvondur vinnufélagi hans tók að sér að þjóna okkur til borðs og var ekki sá allra þjónustulundaði!!!! Reyndi ítrekað að stinga annað augað úr Rúnu okkar! Söössssssssss! Nema hvað annars bara hin fínasta ferð og mikið hlegið og haf gaman! Þannig ég segi bara hvurt er ferðinni haldið næst mínar kjöru?????? Svo eru komnar myndir inn úr ferðinni líka og þær er að sjálfsögðu að finna í myndir!

Skólinn á fullu þessa dagana og þá sérstaklega í rannsókninni! Sat einmitt núna áðan í rúma 3 tíma upp í skóla með Christie að setja inn allt datað okkar í SPSS og þar sem við fengum mjög gott respons tók þetta svo sannarlega sinn tíma..........pppffffffff.......... en nú verður samt gaman að fara leika sér með datað og sjá hvaða möguleika við höfum til að greina það!
Svo er eitt próf framundan 21 desember og mín á fullu að undirbúa sig fyrir það og svo bara JÓL OG LOKSINS JÓL! Er orðin yfir mig spennt að fara til Íslands í allan góða matinn og faðm fjölskyldunnar! Þarf alveg á knúsi að halda þessa dagana og mamma á eftir að redda því þegar ég kem 22:)

En jammsi ætla núna reyna læra eitthvað............þótt nenni engan vegin meir í dag!
KNús frá mér
Lína