Sælinú!
Jæja þá er mín flutt til Delft eða nánar tiltekið Bagijnhof númer 13! Er gasalega glöð með nýja herbergið mitt og nottla alla nýju húsfélagana! Fæ fína kennslu í viskastykkaslagsmálum a kvöldin svo að þú Siggi minn munt sko aldeilis þurfa vara þig þegar ég kem um jólin! Er orðin ansi góð nebbla og ætla að taka þig í karphúsið! Quincy kvartar heldur ekki og virðist bara hin kátasta í nýju kytrunni okkar! Þótt hér sé miklu minna pláss heldur en það sem við höfðum í Den Haag þá erum við í skýjunum með þetta og allt dótið smellpassar inní herbergið!
Nema hvað er fleira í fréttum???? Fór til Brussel með stelpunum og það var meiriháttar gaman! Lögðum í hann eldsnemma á laugardeginum svo við hefðum allan laugardaginn til að skottast! Og við eyttum mestum hluta dagsins í súkkulaðibúðum að troða í okkur ókeypis smakki og í að leita af vöfflum! Gistum á þessu líka fína Hostel í kojum og ekki hægt að segja að það hafi væst um neinn! Enda vorum við með eðal teppi til að breiða yfir okkur og pissulök! Fórum reyndar út að borða á ansi spes stað á laugardagskvöldinu............þar sem við vorum nánast dregnar inn af einum þjóninum sem lofaði okkur kampavíni og fínheitum! En því miður reyndist þetta nú augi raunin............einhver geðvondur vinnufélagi hans tók að sér að þjóna okkur til borðs og var ekki sá allra þjónustulundaði!!!! Reyndi ítrekað að stinga annað augað úr Rúnu okkar! Söössssssssss! Nema hvað annars bara hin fínasta ferð og mikið hlegið og haf gaman! Þannig ég segi bara hvurt er ferðinni haldið næst mínar kjöru?????? Svo eru komnar myndir inn úr ferðinni líka og þær er að sjálfsögðu að finna í myndir!
Skólinn á fullu þessa dagana og þá sérstaklega í rannsókninni! Sat einmitt núna áðan í rúma 3 tíma upp í skóla með Christie að setja inn allt datað okkar í SPSS og þar sem við fengum mjög gott respons tók þetta svo sannarlega sinn tíma..........pppffffffff.......... en nú verður samt gaman að fara leika sér með datað og sjá hvaða möguleika við höfum til að greina það!
Svo er eitt próf framundan 21 desember og mín á fullu að undirbúa sig fyrir það og svo bara JÓL OG LOKSINS JÓL! Er orðin yfir mig spennt að fara til Íslands í allan góða matinn og faðm fjölskyldunnar! Þarf alveg á knúsi að halda þessa dagana og mamma á eftir að redda því þegar ég kem 22:)
En jammsi ætla núna reyna læra eitthvað............þótt nenni engan vegin meir í dag!
KNús frá mér
Lína
Abonneren op:
Reacties posten (Atom)
2 opmerkingen:
Ég og Abba ætlum að knúsa þig til blóðs :)
komment:)
Een reactie posten