donderdag 21 augustus 2008

Sumarlok í nánd

Og þá var allt í einu ágúst og sumarið góða senn á enda! Samt búið að vera ansi gott sumar held ég bara. Vann eins og vetleysingur 6 daga í viku allan júní og júlí! Seldi mikið brauð og skemmti m0rgum börnum! Með þessum hætti tókst mér að safna mér smá aur og ég notaði hann til að fara í meiriháttar ferð til Egyptalands. Fór með Kelly vinkonu minni sem býr líka hérna í húsinu mínu! Var meiriháttarferð í alla staði fyrir utan það hvað karlpeningurinn í þessu landi er ÓÞOLANDI! Gerðum allt sem við vildum gera! Sváfum endalaust mikið, lásum bækur og borðuðum ís! Aðaltakmark ferðarinnar var að kafa en það er mikið af fallegum og þekktum kóral í kringum Egyptaland. Eftir mikla leit og umhugsun fundum við Padiskóla sem var tilbúin að fara með okkur á réttu staðina á rétta verðinu! Erum báðar með Padi Open Water réttindi en vildum vera vissar um að fara á réttu staðina! Vorum að sjálfsögðu búnar að lesa okkur vel til áður en haldið var á stað! Þannig að mínu mati var köfunin hámark þessarar ferðar! Hafði kafað 10 sinnum áður á hinum ýmsu stöðum í heiminum en verð að segja að þetta voru mínar bestu kafanir hingað til! Endalaus kóral og sérstaklega mikið af fisk að sjá! Beautiful!

En senn tekur alvara lífsins við á ný neblilega skólinn! Samt finnst mér ágætt að fara af stað aftur! Komast í rútínu á nýjan leik og takast á við þetta allt saman!
Svo ætlum við Quincy að parketleggja svítuna okkar! Elsa vinkona gaf okkur allt parketið sitt þegar hún flutti til Haag! TAKK ELSKU ELSA MÍN! Verður allt annað líf með öll þessi kisuhár.......elska samt Quincy mína! Hún er hin hressasta eins og alltaf! Fer núorðið út 100x á dag og nýtur þess mikils svo að sjá! Svo er annar kisi í heimsókn 2 herbergum lengra........þær hafa þó augi hisst en ég er ekki frá því að !uincy heyri í henni!

En jamm bamm ætla skella mér út að hlaupa núna! Drepast í bakinu eftir þriggja daga skýrsluskrif fyrir vinnuna mína! Og svo er stefnan tekin á að elda pasta úr risa Pömkin sem við keyptum á markaðnum áðan!

Og fyrir þá sem hafa áhuga þá eru komnar inn nýjar myndir! Frá egyptalandi og sumrinu hér í Bagijnhof!

Knússsssssss frá mér til ykkar

2 opmerkingen:

Anoniem zei

Hæ Lína mín, jú auðvitað man ég eftir þér. Gaman að fá kveðju frá þér. Ég vona að þú hafir það gott í Hollandi og að allt gangi vel. Við höfum það gott og líður vel hérna í borginni. Búin að búa hér í 1 ár. Má ég bæta þér inn í bloggarahópinn minn? Væri gaman að reyna að koma á einhverju sambandi milli okkar, kominn tími til. Hafðu það gott. Kveðja frá Íslandi Þóra.

Anoniem zei

hmmm hvurnig væri að koma með fréttir úr sveitinni. Þú ert að verða jafn slow og ég í þessum skrifum (ca. tvær færslur á ári, eða svo!)

stórasta