Eins og þið sjáið var ég ekki aðeins glöð með pakkan frá ykkur og innihald hans heldur var Quincy líka í skýjunum með sendinguna og svaf voða vel í pakkanum! Það verður senn eðal Toro hrísgrjónagrautur á borðum hér en samt ekki fyrr en það er aðeins farið að kólna! Annars var helgin svaka fín. Fór á Jazztónleika í Rotterdam í gærkvöld með Árna, Binna og Svövu! Komnar nokkar myndir af því í myndalbúmið:)
En núu tekur við smá lestur fram að kveldverði!
9 opmerkingen:
já ég verð að viðurkenna að ófáar hef ég séð myndir af þessari kisu í pokum, kössum og þess háttar. Algert met!!!
hvörslags! Af hverju er ég ekki búin að sjá þetta blogg þitt fyrr??? Allavega. Komin á tenglalistann og favorites í picasa. En já, þú ert ekkert mikið fyrir að taka út myndir af fólki þegar það er auðsjáanlega of drukkið til að geta nokkurn tímann litið eðlilega út á mynd... ;)
p.s. quincy er æði! flott kisa í umslagi.
Já Una mín ég er búin að reyna að halda þessu bloggo leyndu frá þér í lengri tíma! Hvur kjaftaði frá??? nei nei þetta blogg er nú bara nýkomið á laggirnar eins og þú sérð ;)
Kattarbjáni!!
Hættu að dizza köttinn minn Hörpudýrið þitt!!!!!!
Heyy jó!
Hæ elsku dreki,
líst vel á þetta framtak hjá þér - gott að geta fengið að fylgjast aðeins með lífinu í hollandinu. Kisa er ekkert smá sæt og get ímyndað mér að þið kúrið mikið saman skvísurnar :) heyrðu sendu mér endilega heimasímanr. þitt í meili svo ég geti nú bjallað í þig við tækifæri.
milljón trilljón knús & kossar,
Björt
Er ekki lágmark að blogga eitthvað til að maður geti kommenterað? Þú vælir og vælir í manni en gerir ekkert í því sjálf! puhhh ...
Een reactie posten