zondag 30 september 2007

Góðan og Blessaðan sunnudag öllsömul

Jæja þá er bara en ein vikan liðin og það er alveg að koma október! Jiiiiiiiiiiii hvað mér finnst tíminn vera fljúga frá mér. Annars allt gott að frétta samt sko. Skólinn kominn á fullt flug alveg og er byrjuð í 5 faginu núna..........heheheeee. Reyndar allt í lagi fag. Erum 4 saman í hóp eða ég og 2 vinkonur mínar og svo hún Fatima. Já ég veit hvað þið eruð öll að hugsa núna en hún er sko fínn hettumávur og svaka hress bara;) Nema þetta fag gengur út á mikinn lestur og svo klukkustunda fyrirlestur einu sinni í viku og eftir hann höfum við 3 tíma til að vinna úr verkefni innan okkar hóps og velja okkur annan hóp til að fá feedback frá. Það er nú kannski vert að taka það fram að verkefnið fyrir seinustu viku sem við eigum að skila inn núna fyrir þriðjudaginn byggist einmitt á hinni frægu kvikmynd dangerous mind með engri annarri en henni Michel Pfeiffer í aðalhlutverki! Hvur man ekki eftir hinum fræga smelli úr þessarri mynd????? Var nú alveg nauðgað á öllum útvarpsstöðvum landsins á sínum tíma ef ég man rétt. Enda læt ég linkinn í þetta fallega lag fylgja til að hlýja ykkur um hjartaræturnar. Þannig þessi áfangi er einmitt alveg þveröfugt við allt sem ég hef fengið að kynnast í háskólanum í Leiden hingað til! Sumsé ekki bara sitja kjurr í 3 tíma og hlusta og reyna skilja á sama tíma og svo að reyna lesa kannski 300 blaðsíður um efnið þegar heim kemur.
Svo get ég nú sagt ykkur frá því að ég er orðinn hlaupagarpur mikill! Farin að fara út að skokka eins og maniac! Stundum með nágrannastelpunni en líka bara ég með Páli Óskari! Alveg ótrúlegt hvað það að heyra Stuð að eilífu getur gefið manni vítamínsprautu í bossann! Alla vega gengur bara fínt að fara svona út að hlaupa og mín fer lengra og lengra með hverju skiptinu til að byggja upp meira þol. Tek það fram að ég er ekki búin að vera neyta kakómjólkur þannig er ekki að fá þennan kraft þaðan! Reyndar hef ég verið að hugsa um að fara hlaupa með hauspoka (og samt götum fyrir augu og munn) eftir það sem ég lenti í á föstudaginn þegar ég var bara saklaus víkingur úti að skokka í Den Haag. Ég var sumsé að skokka og það kemur pizzasendill á svona scooter á móti mér og hægir sérstaklega á sér til að fá sem mest útsýni af mér með svitann lekandi niður á hæla og rauð eins og epli í framan! Svo sexy bara get ég sagt ykkur! Nema hvað hann blístraði og commentaði eitthvað sem ég heyrði ekki enda með Palla í botni í eyrunum en mér tókst að heyra dynkinn sem fylgdi í kjölfar. Jú jú manninum tókst að keyra á kyrrstaddan bíl á næstu ljósum eða nánar tiltekið kerruna sem var tengd aftan á þennann bíl. Sem betur fer urðu engin meiðsl svo að sjá á neinum og við Palli héldum bara áfram eins og ekkert hefði í skorist en samt á kafna úr hlátri;)
Svo er herra hávær kærasti stelpunnar sem býr við hliðina á mér alveg hættur að sjást eða réttara sagt heyrast. Get nú ekki sagt að ég sakni hans mikið en hef samt heyrt hana gráta á kvöldin þannig er að spá hvort þetta hafi kannski bara endað allt í tárum? æææjjjjjjjj! Ég þarf þá samt ekki að heyra gaurinn geispa á kvöldin eins og hann sé hreinlega að geispa golunni blessaðurinn!
En jæja nú er kaffibollinn búin og best að skella nýjum í senseo og reyna svo að lesa eitthvað! Enda af nógu að taka svosem;)

Verið svo þæg og stillt þangað til næst því nú eru jólin farin að nálgast enda farið að selja jóladrasl í búðunum hér í gríð og erg sem jú þýðir aðeins eitt=Jólasveinarnir eru farnir að fylgjast með og hver vill nú rotna kartöflu í sinn gæðaskó? EKKI ÉG ALLA VEGA!

Knús
Línan ykkar

9 opmerkingen:

kjotbollur zei

Shit hvað þú ert dugleg!

Anoniem zei

I know my daaaarling! Ofsa dulleg bara:)

Anoniem zei

Hvað viltu að jóli gefi þér í skóinn?

tóta zei

lov juuuuu beeeeibiii!
koddi heimsokn :)

Anoniem zei

Hvurslagsssssss spurning Harpa: Ávísun á afar hamingjusama og áhyggjulausa ævi að sjálfsögðu! Og kannski líka heppni í ást og spilum ef það er ekki að biðja um allt of mikið?

Anoniem zei

hahaha snilld að gaurinn klessti á! þvílík áhrif sem þú hefur haft á hann

Anoniem zei

ég er nottla einkar áhrifagjörn manneskja get ég sagt þér Álfheiður! Um að gera að passa sig bara;)

Anoniem zei

ómægúdness dugnaðurinn í þér! Ég hefði nú viljað sjá gæjann sniiild hehe ekki annað hægt en falla kylliflatur fyrir þér sætabrauð :D

Anoniem zei

hmmm kannski betra að hafa nafnið sitt undir comment-inu...
knús Sara Hrund.