Sælt veri fyrir fólkið!
Jæja þá er búið að halda þjóðhátíð og majonesan orðin gul! Var alveg hreint meiriháttar vel heppnað í alla staði! Nægur matur til að fæða hálfan Kópavog og allir saddir og kátir. Mætingin var með sóma og held ég að hópurinn hafi náð í hátt 18 manns þegar hæst stóð! Það var mikið borðað og jú jú drukkið líka og fyrir þá sem voru nógu diehard og fóru ekki heim snemma var Sókrates sungin hátt og snjallt ásamt fleiri vel útvöldum smellum sem flestir komu nú af hinum landsþekkta SS pulsudiski! Ég vil því hér með skora á SS að fara gefa út bjúgudisk sem allra allra fyrst! Alla vega mun ég fjárfesta í einum svoleiðis! En myndirnar tala sínu máli og ég er búin að setja nokkrar prenthæfar inn á myndasíðuna fyrir þá óheppnu sem ekki tóku þátt í þessum glaðning okkar!
Annars er orðið lítið eftir af E Finnsson sósunni minni og ég get nú ekki leynt því að ég hef nettar áhyggjur af því hvurnig fer þegar hún klárast þar sem ég eeeelska þessa sósu!
Svo er nú líka bara glampandi sól í dag sem gerir lífið nú extra bjart og skemmtilegt! Árni hélt því meira segja fram að sumarið væri bara koma á ný! Ætla bara trúa því svona tímabundið held ég:)
Jæja heyri snark snark úr samlokugrillinu sem þýðir aðeins eitt= E Finnson lokan mín er tilbúin til snæðings!
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Línan ykkar
Abonneren op:
Reacties posten (Atom)
3 opmerkingen:
Hehehe ég á nóg af E.Finnsson SÓSUM, alveg heilan helling. Pítusósu, Hammarasósu, sinnepssósu, tómatsósu ..... just name it!
Var ekkert sungið "orginal" á þjóðhátíðinni???
Nei enginn orginal smellur tekinn í tetta sinn! Enda er tad nu ekkert gaman án tín mín kaera! Vildi bara geyma tad tangad til naest tegar tu ert lika med:)
Hver er orginal whhhooooo whoooooo ooooooooooo! Eg er spegilmynd af ter! Veit ekki hver eg eeeeeeeer! Hver er orginal!
Og nu verd eg med tetta lika fina lag a heilanum tad sem eftir er tessa dags! How great is that!
Een reactie posten