woensdag 3 oktober 2007

Eigum við eitthvað að ræða þetta? Hélt ekki!

Ég átti aldeilis en ekki viðburðarríkan morgun í gær. Ég ætlaði eins og svo marga aðra morgna að fá mér kaffibollann góðan og þegar ég opnaði eldhússkápinn til að ná mér í mjólkurduft út í bollann minn hrundi hann bara niður! Bara sisvona! Munaði engu að ég hefði fengið straujárnið í hausinn takk fyrir! Mér brá nú alveg soltið í öllum hamalátunum en Quincy lét þetta aftur á móti ekki eyðileggja sinn morgun. Hún vaknaði aðeins og kom og þefaði af kaffislettunum á gólfinu og fór svo aftur í bólið sitt að klára morgundrauminn sinn. Nema hvað þá er búið að hengja skápinn upp á ný. Stjáni Blái kom nebbla alla leið úr Delft með spínatdós og ikea verkfæraboxið sitt. Reyndar sagði sérfræðingurinn að ég yrði að fjárfesta í nýjum festingum helst í gær þar sem þessar héldu ekki og eiga ekki eftir að halda mikið lengur. En þangað til þá mun ég bara opna skápinn með mikilli alúð og aðgættni. En það allra sorglegasta við þetta allt saman er að Herra Senseo lifði fallið ekki af:( Hann var gjöf frá henni ömmu minni og við Senseo erum sko aldeilis búin að eiga góðar stundir saman í gegnum árin.............Á eftir að sakna þín herra Senseo! Cheers mate!!!! Þannig á morgun eftir skóla ætlar mín að skella sér í bæinn og kaupa könnu til að gera kaffi. Á líka 30 evru inneignarnótu í Bijenkorf sem að ég er lengi búin að vera velta fyrir mér hvað ég eigi að nota í og ég held að þetta sé rétta momentið. Annars lítið annað að frétta. Nema ég er eitthvað voða voða þreytt og finnst lítið verða úr dögunum mínum............og þá verður Drekinn stressaður enda prófvika eftir aðeins 3 vikur! ppppffffffff..............

Knúsiknús á ykkur frá mér

5 opmerkingen:

Rúna zei

Gott að eiga góða að sem eiga IKEA græjur. Verður að drífa þig að fá þér nýjar festingar svo hann hrynji ekki aftur og lendi á hausnum á þér.

Una zei

herre gud Lína! Ótrúleg heppni að fá ekki straujárnið í hausinn!!! Þó ég sé viss um að það sé krumpa eða tvær í kollinum á þér :D Gott að þetta fór ekki verr. En leitt að hr. senseo lifði þetta ekki af. :(

Anoniem zei

Dúddass, hættulegir skápar heima hjá þér, ásamst furðulegum tímaklefa. Vá ekki þori ég að koma í heimsókn. Spurning um að fjárfesta í GÓÐUM festingum strax. Enn þetta með kaffikönnuna, hættu bara í þessu kaffi og farðu yfir í jurtateið. Humm eða barasta kókið :)
Bið að heilsa Bjarna, mundu eftir sokkunum og ekki vera leið. Abban er aaaalllveg að fara að segja Lína.
kNNÚS frá öllum í Einiberjarunninum

Björt zei

Einmitt - þetta gat auðvitað bara komið fyrir hjá þér ...
vona að þú hafir það gott elsku Línan mín, ekki verða of stressuð í prófunum :)

knús & kossar,

Björt

Anoniem zei

sjæse! passaðu að festa skápana extra vel með nýju festingunum. Óþarfi að lenda í svona aftur...