zondag 14 oktober 2007

Áhyggjufulli Euroshopper Kisinn

Jæja þá fannst mér nú tími kominn á smá blogg! Ákvað að láta þessu fínu mynd fylgja með en þett ku vera hið fína kattarþurrfóður frá öngvum öðrum en þeim félögum frá Euroshopper. En hér kemur kjarni málsins: Hvað þettur ykkur í hug þegar þið sjáið þessa mynd framan á pakkanum? Ég sé nú bara hrikalega daprann og aumkunnarverðan kisa..........! Á ég sumé að halda að svona verði Quincy ef ég held áfram að gefa henni þennan mat? Verður hún bara einhver looser?????? Finnst alveg með eindæmum hvað allar Euroshop pakkningarnar eru alltaf ljótar en þessi slær öll met finnst mér! EN tjaaaaa nóg um það! Annars allt gott að frétta fyrir utan prófstress þar sem þau nálgast öll á ógnarhraða og Drekinn nottla orðinn kvíðinn eins og svo oft áður. Er alveg að reyna vera ekki stressuð en er samt byrjuð að vakna upp á nóttunni við að ég er barasta að þylja upp glósurnar mínar...........pppffffff.........held svei mér þá stundum að ég ætti nú bara að láta leggja mig inn!!!! En tók mér reyndar lærdómsfrí í gærkvöld og fór til Ypenburg sem er í útjaðri Delft. Hún Annick belgísk vinkona mín sem ég bjó með og vann með í Guatemala á sínum tíma var þar í partý og var búin að bjóða mér að kíkja við. Var meiriháttar gaman að hitta Annick aftur en ég var nú ekki búin að sjá hana í 3 ár! Svo var fínn matur á boðstólnum sem var nú ekki verra heldur! Tónlistin og restin af fólkinu var nú samt frekar spes og við Árni urðum vitni af alskyns ansi skondnum dansporum! En og aftur takk fyrir að koma með Árni! Þú mátt draga mig með í skrítið partý næst! En jamm bamm það er smá sletta eftir í afbragðssósunni frá E Finnsson og mín búin að fara út að hlaupa fyrir daginn í dag þannig ætla gjöra mér samloku!
Njótið lífsins og verið þæg og góð!
Línan og Quincyinn einstaki Posted by Picasa

3 opmerkingen:

Una zei

Quincy gæti aldrei litið út eins og loser! Quincy er kúl, sama hvaða fóður hún etur.

Anoniem zei

Takk fyrir kveðjuna á síðuna hans Sverris Óla og takk fyrir hrósið úm óléttuna mína.Gamnan að geta fylgst með þér þarna úti og vonandi hittumst við næsr þegar þú kemur til Íslands og þá verður kannski fjölgað hjá okkur hver veit.
Bestu kveðjur og knús frá okkur öllum
Hrefna,Bergur og Sverrir Óli

Rúna zei

Gangi þér vel í brjálæðinu í dag!