zondag 20 januari 2008

Nýtt ár og ný byrjun

Gleðilegt nýtt ár allemaal!
2008! Tíminn flýgur áfram! Ég hafði það agalega gott á klakanum um jólin og áramótin! Mamma og pabbi hugsuðu voða vel um mig og ekki hægt að segja að ég hafi ekki fengið nóg knús! Yndislegt að loksins líka sjá littlu sætu uppáhaldsfrænkuna mína! Orðin ofurstór og svaka dugleg!

En nú er skólinn kominn á fullt ról á ný! 2 stór próf framundan og presentation fyrir rannsóknina okkar. Búið að ganga á ýmsu í rannsóknarhópnum okkar! Endalaus rifrildi og ósamkomulag um hvað og hvernig. En maður lærir nú líka af því og verkefnið okkar á lokastigi núna og lítur barasta nokkuð vel út svei mér þá! Theoríukaflinn sem ég skrifaði í mínu pari er núna 33blaðsíður sem kostuðu sko svita og tár! En stolt er ég af honum engu að síður!

Quincy er líka komin heim á ný eftir gott frí hjá Marlies og Dave í Haag! Náði að sveifla sér nokkrum sinnum í jólatrénu þeirra og vera óþekkur kisi eins og henni einni er lagið! En hún er alltaf velkomin aftur og fékk meira segja gjöf með sér heim:) De schat!!!

En nú er sunnudagur og helgin senn á enda og druk druk vika framundan! Þannig ég ætla mér snemma í háttinn að þessu sinni til að ná mér í orku fyrir viku fulla af skólahjóla!
KNús í bili

1 opmerking:

Anoniem zei

jáh kannast nú við ósætti í hóp! ekki mikið stuð o nei. En nú er ég búin í prófum og til í kaffi/kakó/e-ð whenever!