dinsdag 12 februari 2008

Hálsbólga og horslettur eða kannski omilettur?

Já ég er með kvef!!!!! Óþolandi alveg! Neðri hæðin í húsinu var víst búin að vera einhver sýkladeild alla seinustu viku og fólkið þar hrundi niður eins og strá með kvef og flensu og ég hrósaði happi mínu að ég væri ekki búin að smitast en nei nei hefði nú betur sleppt því þar sem ég vaknaði í gær með hálsbólgu og hita! En í dag er líðan þó betri og því bannað að vera með þetta tuð og úti skín glampandi sól og blíða yfir landinu. Nema að ég er að fara í atvinnuviðtal klukkan hálf tólf og kannski bara PÍNU stressuð! Ussssssssss svo langt síðan ég fór í atvinnuviðtal að ég á abyggilega eftir að vera eins og einhver api þarna!

Wish me good luck!
Yfir og Út
Virðingarfyllst
Drekinn

2 opmerkingen:

Anoniem zei

Þú virðist líka hafa haft fyrir því að smita hana litlu frænku þína..geturu ekki bara skellt einum stíl í þig? :)
Hvernig gekk í viðtalinu? Bíð spennt

Una zei

já, horsletturnar eru hrikalegar, út um alla ganga! hættu að snýta þér á veggina haddna! en já, til lukku með starfið ;)