maandag 3 november 2008

Já sæll! Eitthvað orðið langt síðan ég pikkaði eitthvað inn fyrir þetta blessaða blogg mitt hér! Nema hvað! Myndin hér að ofan gefur til kynna að kreppan mikla hafi aldeilis náð að glæða sér hingað til Hollands, nánar tiltekið í Bagijnhof og beint inní eldhúsið okkar! Anne sést hér nota eldhúsið sem klippi aðstöðu til að klippa fína hárið hans Miquel! Það má kannski taka það fram að hún er augi hárgreiðslukona en aftur á móti arkitektúr! En kann að klippa svona líka fínt og vel! Enda klippir hún alltaf mitt framfax (toppinn hehehee). En þessi mynd var satt að segja tekinn fyrir kreppu!!!! Sýnir bara hvað eldhúsið okkar er fjölnota!
Annars margt og mikið bæði skemmtileg og ALLS ekki skemmtileg búið að gerast síðan seinasta blogg var sett hér niður! Ísland fór jú á hausinn....úpppsssss! Og allir hér í Hollandi hundreiðir og öll sveitafélög hér í krísu vegna ákveðins banka á íslandinu góða.....! En ég er satt að segja sjálf komin með algjört ógeð á að ræða um þessi mál! Sveiatttan bara! Fannst þetta svakalega erfitt fyrst! Dauðhrædd í sambandi við námslánin mín og um allt fólkið mitt heima á klakanum! En núna er ég búin að ná mér svoldið niður í fréttaglápinu og farin að ná mér niður! Una mín líka en við vorum ALL svakalegar saman :) Héldum td að það væri komin svaka kreppa í matvörubúðinni hérna rétt hjá því þar voru allt í einu nánast allar hillur tómar! En svo kom í ljós að það á að loka þessarri búð þar sem hún á að víkja fyrir annarri verslun! hahahahhaaa Við erum einstakar! Nema hvað talandi um Ununa mína! Stelpan er útskrifuð! Er núna flottasti og bestasti arkitekt sem að ég þekki! Hélt meiriháttar final presentation með módelin sín sem hún var búin að vinna við dag og nótt svo dögum skipti og hvað eru mörg D í því! Yfir mig stolt af henni!
Ég sjálf er ágætis skólaróli vona ég. Tók 3 stóra valáfanga núna fyrstu önnina og er að vonast eftir góðum niðurstöðum úr prófunum í þeim áföngum. Veit að ég náði einum. Ef það gengur allt upp get ég leyft mér að taka einungis 1 áfanga núna fram í miðjan desember og notað restina af tímanum í gott start á lokaverkefninu mínu. Er að fara gera rannsókn í sambandi við vandræðaunglinga. Erum að skoða td hvað uppruni foreldra og hverfi þar sem þau búa hafi að segja. Veit annars lítið ennþá þar sem ég mun fara á fyrsta fundinn í næstu viku. En er ansi spennt fyrir þessu verkefni engu að síður! Svoltið annað en ég hafði ætlað mér upphaflega en er sátt við að hafi ákveðið að prófa eitthvað nýtt!
Svo er bara allt á full hér í húsinu í sambandi við undirbúning á partýinu okkar núna 15 nóv! Þemað er Undirvatnaveröld! Svo það hanga nú þegar hinir ýmsu fiskar hér og þar! Mikil vinna að plana þetta allt saman en partýið ætti að verða flott!
Ætla reyna að henda inn myndum í dag á picassa handa ykkur líka!
Knúsiknús frá mér og Ofurkisanum

2 opmerkingen:

Anoniem zei

Hæ hó sæta spæta! Jeiii loksins blogg :) Ertu búin að parketleggja? hihi
Spennandi rannsóknarefni í lokaverkefninu hjá þér, það verður gaman að heyra niðurstöðurnar!Hvenær ertu aftur að klára?
Endilega skelltu inn myndum :)
Hafðu það ofsa ofsa ofsa gott og ég hlakka til að sjá þig um jólin!!! :)
Vertu nú dugleg að blogga!
kremjuknús
Sara Hrund og prinsessan
ps. komnar nýjar myndir hjá okkur ;)

tóta zei

mikið að heyrist í kellunni :) gaman að heyra að það gangi vel. vandræðaunglingar ó je, þá geturu tekið viðtal við óskar. nei djók. kysskoss