woensdag 19 december 2007

Brrrrrrrrrr...............

Það er kalt í Hollandi og þegar svona er þá er sko eins gott að vera með sjálfsbjargarviðleitnina á hreinu og eins og sjá má á þessarri mynd er hún Quincy mín sko ALVEG með þetta á hreinu! Bara láta loppuna lafa vel niður og finna hitann frá ofninum verma sig og þannig þarf hún líka öngva vettlinga blessunin eða loppulinga! Ég er aftur á móti sjálf ekki svo vel búin eins og hún að vera með svona fínan of hlýjan feld en þar í stað kemur ullarpeysan góða, vettlingar,heitir drykkir og svo bara ofninn í BOTN. Nema hvað að þessum kulda fylgir líka hjá mörgum kvef en einn spánverjinn hér í húsinu er einmitt mikið kvefaður. Það fer líka ekki fram hjá neinum þar sem ég hitti hann í gærkvöldi frammi í eldhúsi með nánast heila klósettrúllu uppí nefinu á sér! Það má kannski taka það fram að klósettpappírinn er einmitt innifalin í leigunni hjá okkur en fyrr má nú samt vera. Ég hélt að maðurinn væri stórslasaður og spurði hvað í ósköpunum hefði eiginlega gerst..................en nei nei þá var hann bara með kvef of fannst þetta eðalráð til að stoppa flæðið svona rétt á meðan hann eldaði sér kvöldverðinn sinn! Mér fannst þetta nú bara fyndið! En nú nálgast jólin óðum og þar með ferð mín til ÍSLANDS! Er satt að segja bara orðin svaka spennt að fara og KNúsa alla og borða eðalgóðan mat og bara slappa af. Quincy mín fer í kvöld í pössun hjá Marlies og Dave og er búin að lofa mér að vera alveg hreint gasalega þæg og ekki borða jólastjörnuna hennar Marlies eins og hún gerði í fyrra og þau fengu panik þegar kisinn byrjaði að gubba rauðu útum allt!
KNús Posted by Picasa

3 opmerkingen:

tóta zei

hvað er eiginlega MÁLIÐ með útlendinga og kvef (snýtingar)? erum við eina þjóðin sem bara sýgur vel uppí og er ekki mðe þetta væl?
:)
hlakka til að sjá þig á klakanum, mín kæra fröken spægipylsa.

Una zei

vonandi gekk þér vel í prófinu í dag. hér er rok, rigning og hagl til skiptis.

sorry allt vesen pesenið í gær. takk fyrir hjálpina :) ég er algjör sauður!

góða ferð heim. sjáumst fljótlega.
knús, U

Anoniem zei

god byrjun