maandag 3 november 2008

Já sæll! Eitthvað orðið langt síðan ég pikkaði eitthvað inn fyrir þetta blessaða blogg mitt hér! Nema hvað! Myndin hér að ofan gefur til kynna að kreppan mikla hafi aldeilis náð að glæða sér hingað til Hollands, nánar tiltekið í Bagijnhof og beint inní eldhúsið okkar! Anne sést hér nota eldhúsið sem klippi aðstöðu til að klippa fína hárið hans Miquel! Það má kannski taka það fram að hún er augi hárgreiðslukona en aftur á móti arkitektúr! En kann að klippa svona líka fínt og vel! Enda klippir hún alltaf mitt framfax (toppinn hehehee). En þessi mynd var satt að segja tekinn fyrir kreppu!!!! Sýnir bara hvað eldhúsið okkar er fjölnota!
Annars margt og mikið bæði skemmtileg og ALLS ekki skemmtileg búið að gerast síðan seinasta blogg var sett hér niður! Ísland fór jú á hausinn....úpppsssss! Og allir hér í Hollandi hundreiðir og öll sveitafélög hér í krísu vegna ákveðins banka á íslandinu góða.....! En ég er satt að segja sjálf komin með algjört ógeð á að ræða um þessi mál! Sveiatttan bara! Fannst þetta svakalega erfitt fyrst! Dauðhrædd í sambandi við námslánin mín og um allt fólkið mitt heima á klakanum! En núna er ég búin að ná mér svoldið niður í fréttaglápinu og farin að ná mér niður! Una mín líka en við vorum ALL svakalegar saman :) Héldum td að það væri komin svaka kreppa í matvörubúðinni hérna rétt hjá því þar voru allt í einu nánast allar hillur tómar! En svo kom í ljós að það á að loka þessarri búð þar sem hún á að víkja fyrir annarri verslun! hahahahhaaa Við erum einstakar! Nema hvað talandi um Ununa mína! Stelpan er útskrifuð! Er núna flottasti og bestasti arkitekt sem að ég þekki! Hélt meiriháttar final presentation með módelin sín sem hún var búin að vinna við dag og nótt svo dögum skipti og hvað eru mörg D í því! Yfir mig stolt af henni!
Ég sjálf er ágætis skólaróli vona ég. Tók 3 stóra valáfanga núna fyrstu önnina og er að vonast eftir góðum niðurstöðum úr prófunum í þeim áföngum. Veit að ég náði einum. Ef það gengur allt upp get ég leyft mér að taka einungis 1 áfanga núna fram í miðjan desember og notað restina af tímanum í gott start á lokaverkefninu mínu. Er að fara gera rannsókn í sambandi við vandræðaunglinga. Erum að skoða td hvað uppruni foreldra og hverfi þar sem þau búa hafi að segja. Veit annars lítið ennþá þar sem ég mun fara á fyrsta fundinn í næstu viku. En er ansi spennt fyrir þessu verkefni engu að síður! Svoltið annað en ég hafði ætlað mér upphaflega en er sátt við að hafi ákveðið að prófa eitthvað nýtt!
Svo er bara allt á full hér í húsinu í sambandi við undirbúning á partýinu okkar núna 15 nóv! Þemað er Undirvatnaveröld! Svo það hanga nú þegar hinir ýmsu fiskar hér og þar! Mikil vinna að plana þetta allt saman en partýið ætti að verða flott!
Ætla reyna að henda inn myndum í dag á picassa handa ykkur líka!
Knúsiknús frá mér og Ofurkisanum

donderdag 21 augustus 2008

Sumarlok í nánd

Og þá var allt í einu ágúst og sumarið góða senn á enda! Samt búið að vera ansi gott sumar held ég bara. Vann eins og vetleysingur 6 daga í viku allan júní og júlí! Seldi mikið brauð og skemmti m0rgum börnum! Með þessum hætti tókst mér að safna mér smá aur og ég notaði hann til að fara í meiriháttar ferð til Egyptalands. Fór með Kelly vinkonu minni sem býr líka hérna í húsinu mínu! Var meiriháttarferð í alla staði fyrir utan það hvað karlpeningurinn í þessu landi er ÓÞOLANDI! Gerðum allt sem við vildum gera! Sváfum endalaust mikið, lásum bækur og borðuðum ís! Aðaltakmark ferðarinnar var að kafa en það er mikið af fallegum og þekktum kóral í kringum Egyptaland. Eftir mikla leit og umhugsun fundum við Padiskóla sem var tilbúin að fara með okkur á réttu staðina á rétta verðinu! Erum báðar með Padi Open Water réttindi en vildum vera vissar um að fara á réttu staðina! Vorum að sjálfsögðu búnar að lesa okkur vel til áður en haldið var á stað! Þannig að mínu mati var köfunin hámark þessarar ferðar! Hafði kafað 10 sinnum áður á hinum ýmsu stöðum í heiminum en verð að segja að þetta voru mínar bestu kafanir hingað til! Endalaus kóral og sérstaklega mikið af fisk að sjá! Beautiful!

En senn tekur alvara lífsins við á ný neblilega skólinn! Samt finnst mér ágætt að fara af stað aftur! Komast í rútínu á nýjan leik og takast á við þetta allt saman!
Svo ætlum við Quincy að parketleggja svítuna okkar! Elsa vinkona gaf okkur allt parketið sitt þegar hún flutti til Haag! TAKK ELSKU ELSA MÍN! Verður allt annað líf með öll þessi kisuhár.......elska samt Quincy mína! Hún er hin hressasta eins og alltaf! Fer núorðið út 100x á dag og nýtur þess mikils svo að sjá! Svo er annar kisi í heimsókn 2 herbergum lengra........þær hafa þó augi hisst en ég er ekki frá því að !uincy heyri í henni!

En jamm bamm ætla skella mér út að hlaupa núna! Drepast í bakinu eftir þriggja daga skýrsluskrif fyrir vinnuna mína! Og svo er stefnan tekin á að elda pasta úr risa Pömkin sem við keyptum á markaðnum áðan!

Og fyrir þá sem hafa áhuga þá eru komnar inn nýjar myndir! Frá egyptalandi og sumrinu hér í Bagijnhof!

Knússsssssss frá mér til ykkar

woensdag 2 juli 2008

YO YO BIG MAMA!

Og þá varð ég móðir 3 barna í Voorburg í heila viku! Og það bara siiiiiii sonna! Foreldrarnir í New York og ég að sjá um allt heila klappið á meðan! 3 stykki krakkagrísir. 12, 11 og 8 ára. Sá yngsti með dow syndroom, sú elsta með unglingaveikina og miðjusnúðurinn er bara í miðjunni eins og eðal miðjubarni vera ber! Nóg að gera alla daga! Allir á fætur klukkan 7 og borðum saman morgunverð. Hjóla svo með alla andarungana í skólann. Fer heim og þvæ upp og skrúbbast. Hjólast eftir grísunum til að koma þeim heim í hádegisverð og svo hjóla ég þeim aftur í skólann. Aftur heim að vera húsmóðir! Versla í matinn og skúra skrúbba og bóna! Sæki grísina og þá tekur við stíft prógram fram að mat við að koma þeim í öll áhugamálin sín! Hestar, tennis, sund, leiklist, skátar, hokkí..........nefnið það og þessi börn eru skráð! Svaka prógramm á gríslingum nú til dags! Svo tekur við eldamennska.......og á meðan rífast grísirnir um hvað eigi að horfa á í TV! Þau mega horfa í 30min fyrir mat nema þau horfa oftast lítið á þar sem mesti tíminn fer í að rífast um fjarstýringuna........! Nema í kveld var ENGIN fjarstýring! Ég faldi hana! heheheheheee! Þau máttu öll velja einn þátt og svo var sá skrifaður á lítinn miða! Öllu skellt í skál og sá yngsti mátti draga og á þann þátt skyldu allir horfa! Gekk eins og í sögu! No arguing this time!
Nema hvað að sem betur fer eru þess börn ALVEG YNDISLEG og ég hef gaman að! Mikið hlegið og búið að fara í hvað keypti frúin í Hamborg á hverju kvöldi! Þessi leikur sló sko aldeilis í gegn!

Nema hvað! Annars lítið mest að frétta! Náði ÖLLUM prófunum mínum svo þurfti ekki að fara í neinar endurtekningar!!! Júbbbbí! Búin að vera vinna og vinna til að verða rík og geta gjört eitthvað skemmtilegt í ágúst! Er svaka flínk í bakaríinu! Sel brauð eins og heitar lummur:)

Sumarið líka aldeilis komið hingað til Hollandsins! Nærri 30 gráður í dag! pfffffffffffff!

Knúsllllll í bili!
Haldið friðinn og strúkið kviðinn!

dinsdag 3 juni 2008

No school for Lína........wird!

And then there was summer holiday.........skrítið samt! Fór í 2 próf seinasta þriðjudag og skilaði ritgerð og svo annað próf á fimmtudeginum! Var farin að verða ansi draugaleg í lok vikunnar sökum svefnleysis og óholls matvælis! En þetta fylgir þessu víst! Er núna að bíða eftir 2 prófniðurstöðum og einni ritgerð! Náði prófinu á fimmtudaginn með glæsileika miklum! Og núna bara bíða.....reyndar var ég að vinna líka og fór í atvinnuviðtal í morgun til að fá meiri vinnu! Og frá og með morgundeginum mun ég verða mikil og metnaðarfull brauðsölukona hjá ansi virtu bakaríi hér í bæ. One gotta make some money! Leigan mun augi borga sig sjálf..........heheheeeee
Fagnaði samt próflokum officially á laugardagskveldið ásamt nokkrum húsfélugum! Mixuðum þessa líka fínustu mochitossssssss úr feskri myntu beint af þakinu okkar og hlustuðum á alla lélugu diskana sem var að finna í eldhúsinu okkar! Þar á meðal eina Candy sem er þessi líka hotty hotty saxafónleikari! Talandi um að vera með vel valið arty nafn! Svo var hún líka ljóshærð og bara nokkuð brjóstagóð blessunin! Nema hvað svo var ákveðið að fara út á rölt þegar rommflaskan var tóm en við þurftum ekki að fara langt svei mér þá! Fundum þetta líka fína húspartý hér í næsta húsi með band og alles! Þar kostaði bjórinn einungis eina ebbbbbru! Sem er jú hættulegt líka.............ég fann vel fyrir því á sunnudeginum! Nema var bara aldeilis skemmtilegt party eða svona alla vega allt sem ég man! Smá göt í lokin.........úúúpppssssss!

Quincy mín er einnig komin í mikin sumargír! Sefur svei mér þá ef ekki bara ALLANN daginn þessa dagana! Enda mikið heitt hér í Niðurlöndunum og rakt! Hún skrapp reyndar inní eldhús í morgun og var bara svei mér þá nokkuð social blessunin! Fékk klapp úr öllum áttum og ansi gæðalega ostsneið!

Annars líka búnir að vera frekar skrítnir seinustu dagar. Jarðskjálfti á klakanum góða! 3 í kringum mig að missa ástvini sína..............fær mann til að hugsa hvað lífið getur verið einkennilegt og ófyrirsjáanlegt. Ósanngjarnt.

Læt einn góðan smell fylgja með í lokin! Kætir mig alla vega mikið!

http://www.youtube.com/watch?v=_XC2mqcMMGQ

KNús á ykkur öll frá mér

woensdag 14 mei 2008

Sól Stresserí stress og Bruni!

Aldeilis mikið búið að ganga á hér í Delftinni undanfarið misseri eða svo! Í fyrradag kviknaði í arkitektabyggingunni í háskólanum hér í Delft en hún Una mín nemur einmitt sitt mastersnám þar ásamt fleirum. Byggingin er algjörlega gjörónýt! Alveg ótrúlegt hvað svona eldur getur haft mikil áhrif! Kviknaði víst út frá einu stykki kaffivél á 7 hæðinni! Nema hvað að þetta hefur auðvitað svakaleg áhrif á líf margra nemenda og strafsfólks. Mikið að vinnu fólks bara farið!!! Ég fór ásamt Unu, Hendrik og Kerem um kvöldið að byggingunni þar sem við horfðum á hana brenna. Mjög áhrifamikið og þá sérstaklega fyrir Unu mína og Hendrik! Hér má sjá video þar sem byggingin gefur sig http://www.youtube.com/watch?v=lc1Lri34OmY

En annars bara allt ágætis að frétta svosem! Búið að vera mikil sól og blíða hér undanfarið! Búin að fara til Delfts Hout og synda í vatninu þar og róa á gúmmíbát sem er bara með eina ár! Frekar mikil hringaferð það! Fara á ströndina og troða táslunum í sandinn í fyrsta sinn þessa sumars! Borða mikinn ís! Borða kvöldmat, lunch og morgunverð uppi á þaki í blíðunni! Grilla á þakinu hjá Pétri í tilefni afmæli hans þar sem stóllinn hans hvarf oní bálið líka! Svo það má í raun segja að sumar hér sé aldeilis BYRJAÐ!

Einnig var Drottninganótt og Drottningadegi fagnað með POMPI og PRAKT! Merel kom og gisti og við tókum þetta ærlega í nefið! Skruppum til Haag ásamt nokkrum húsfélögum mínum til að fagna Drottninganótt! Var svooooo gaman! Og héldum svo uppá Drottningadag hér í Delft þar sem við fórum meðal annars og sáum húshljómsveitina úr húsinu mínu taka nokkur vel valin lög! Endilega kíkið á myndirnar! Þær tala sínu eigin tungumáli:)

Nema hvað nú má bara fara rigna fyrir mér þar sem það er vitlaust að gera í skólanum! Ritgerðir og próf framundan! pppffffffffff! Og vinna vinna! Núna með 3 stykki börn á mínum snærum! Sem ég er með í þjálfun! Samt bara gaman af því!

Knússssss á alla konur og kalla

maandag 7 april 2008

Læri Læri tækifæri



Hér kemur ansi síðbúin páskakveðja.........Góðir landsmenn, ættmenn og hin ýmsustu dýr hér og þar en að sjálfsögðu aðalega þar: Gleðilega páska öllsömul og gott farsælt sumar! Og mamma og pabbi TAKK fyrir eggið góða sem rann svona líka ljúflega niður!
Nema hvað! Orðið ansi langt síðan ég bloggaðist á þessum bæ. Páskarnir komu og fóru og þeim fylgdi þessi líka yndislega prófvika! 3 stykki takk fyrir og mér fannst þau ekki hafa gengið nógu vel.........ok ég veit að nú hugsa allir sem þetta lesa......Lína við höfum heyrt þig segja þetta áður! En tjaaaaaaaa Like I care! Mér fannst ekki ganga nógu vel og er hreinlega með hjartað í buxunum að bíða eftir niðurstöðum sem eru jú væntanlegar í næstu viku!
Svo eru Rúna og Adriaan farin frá okkur! Á klakann góða eða nánar tiltekið í Reykjavíkina! usssssssss maður saknar þeirra nú barasta alveg! En jamm bamm verður spennandi að fylgjast með ævintýrum þeirra á Íslandinu! Íslendingurinn og fljúgandi Hollendingurinn hennar! En eins og sjá má á myndinni hér að ofan erum við Una búnar að þerra tár okkar og í tilefni af því eldaði Una bara eitt stykki lambalæri! bara sisvona! Og hún fór sko létt með það líka! Mamman hennar kom í heimsókn og með lambið með sér! Stimplað og fínt og MIKIÐ ofboðslega var það líka gott á bragðið! Jiiiimundur barastastastasta! TAKK MAMMA UNA! Og nú er ég farin í megrun!
Annars er bara mest lítið að frétta nema að allir nýju kúrsarnir eru byrjaðir og ég er en að reyna redda mér einhverjum bókum. Allar svo ofurdýrar og peningaleysið að hrjá mig. En góðu fréttirnar að það var hringt í mig í morgun og ég er komin með aðra fjölskyldu til að vinna hjá! Verð sumsé sé með 2 stykki börn á mínum örmum frá og með maí! Þessi búa hér í Delft sem er ansi gott þar sem ég mun þurfa byrja klukkan 7 á mánudagsmorgnum...........heheheee heppin ég að vera soddan morgunkona svo þetta ætti að hafast! Hlakka bara til þegar ég get loksins byrjað að vinna með þessum fjölskyldum! Spennandi!
Og svo ein ansi skemmtileg ráðgáta handa ykkur í lokin........hvurnig stendur á því að nánast allar hænur á Íslandi verpa bara hvítum eggjum? Mikið búið að ræða þetta hér í eldhúsinu! Einhverjum datt meira segja í hug að kannski væri bara eitthvað racismagen í Íslensku hænsunum okkar? Jaaaa hénna!
Yfir og út
PS. Búin að skella inn nýjum myndum!

dinsdag 11 maart 2008

Og þá á ég heima í húsinu hans Mr. Muscle!

Já hér er sko aldeilis hreint og fínt! Nánast hægt að speigla sig í gólfunum og menn verða að setja upp sólgleraugu til að verja augun sín gegn hinum ÓGURLEGA gljáa sem ríkir hér í húsinu mínu! Það var nebbla haldinn hreingerningardagur á sunnudaginn var! Og jamm ég sleppti kirkju í þetta eina skiptið..........enda var mikil þörf á þrifnaðarkrafti mínum! Fyrst var haldinn mikill fundur þar sem rætt var um hvað þyrfti að gerast og hver vildi eða skyldi gera hvað! okkur Unu fannst nú líka frekar spes þegar ein Hollensk stúlkukind úr húsinu gjörsamlega heimtaði að fá að þrífa ruslageymsluna úti???? En vorum á sama tíma dauðfegnar að við fengum ekki það hlutverk! Hjúkket maður! Við Una vorum cleaningteam saman og fengum það alúðlega verk að þrífa the central stairways........hljómar nú eins og ekki neitt neitt en NEI þetta var svo sannarlega mikið verk fyrir mikla dugnaðarvorka sem við jú erum sem betur fer.............heheheheheee! Þurftum meira að segja að bera olíu á allt heila klappið eftir þrifin miklu! En sungum okkur í gegnum daginn og hlógum all svakalega af t.d. tuskum sem festust við veggina og uppblásnum latexhönskum sem svo skyndilega breyttust í feita mallakút undir bolnum mínum! Já það getur stundum bara verið gaman að þrífa! Já mamma veistu þú hélst nú áreiðanlega aldrei að sá dagur myndi koma að ég hún Lína druslan þín segði þetta!!!! And there you are! Stefni nebbla ekki á að endurtaka þessi orð mín! ALDREI!

Farin að skíta út............

woensdag 5 maart 2008

Hafið þið einhvern tímann spáð í því......

hvað eru mörg lítil bréf á klósettpappírnum ykkar? Sko ég tók einmitt eftir því áðan þegar ég skrapp mér á postulínið að það stóð á pakkanum með klóapappírnum 1. Hvað margar rúllur, 2. Tvöfald lag af pappír og svo 3. Hvað væru mörg svona lítil stykki af klósettpappír allt í allt á hverri rúllu fyrir sig og það voru hvorki meira né minna en 180!!!!! Þannig nú er um að gera að spá ekki aðeins í verðlagi á klósettpappír og rúllufjölda í hverri pakkningu nei nei heldur verða menn líka að lesa vel hversu mörg lög á rúllu! Já þá er ég nú aldeilis en ekki búin að fræða ykkur vel í dag!
En hupp hupp farin að lesa og dreyma um kjetsúpuna sem að Una ætlar að sjóða oní liðið í kveld! Yummmm Yummmm!

Bestu kveðjur
einlægi klósettkafarinn ykkar

zaterdag 16 februari 2008

Kvef dauðans og bongóblíða

Já ég er ennþá með endalaust Kvef! Hor og meira Hor og hóst hóst! And I had enough! Búin að gera allt til að losna við þetta ógeð! Var meira segja hér heima og inni ALLAN daginn í gær! Drekka helling af engifera te frá Unu minni og meira segja hella því yfir mig og ekki einu sinni það hjálpaði! Svo var gerð loka læknimeðferðatilraun í gærkvöld með Unu yfirlækni! Horfðum á Muriels Wedding og átum yfir okkur af fílakarmelllllum og súru hlaupi. Er en að drepast í tungunni eftir þetta súra drasl en það var samt ógeðslega gott......heheheheeee
Nema í dag en hor og hósti en augun minna rauð svo þetta er allt saman að smella saman. Meira segja bara að spá í að skella mér í Ikea! Vantar alveg ruslatunnu og langar líka svooooo í kjötbollur! Yumm Yumm!
Og jú kannski skella ofurkisanum út aftur! Hún Quincy mín fór nebbla út án þess að vera í búri í fyrsta sinn á sinni kattarævi seinasta sunnudag!!!! Og hún stóð sig eins og hetja. Held að ég hafi sjálf verið mun stressaðari en hún! hahahhaaaa Nema hvað skelli myndunum inn sem fyrst til að leyfa ykkur að njóta með mér. Og by the way myndirnar frá jólunum komnar inn fyrir þá sem hafa nú áhuga á því!
Nema nú koma slæmu fréttirnar..........ábyggilega þess vegna sem að ég er búin að vera lasin. Sko Apabjánaskítalabbarnir á BBC bara ákváðu án þess einu sinni að vara mann við að HÆTTA að sýna nágranna! HVAÐ ER MÁLIÐ? Ég er eiginlega bara en í shokki og afneitun. Held að þetta sé bara draumur og næst þegar ég kveiki á tækinu þá séu þeir þarna enn...............ARRRGGGGGGGGG! Fyrir þá sem ekki vita þá er ég sko hardcore aðdáandi og búin að horfa síðan ég var bara ungabarn! USSSSSSSSSS! En sem betur fer þarf ég ekki að vera ein í þessarri sorg minni því hún Rúna mín er líka alveg miður sín og við getum grátið yfir þessum hörmuleika saman.

En nú er ég svo döpur að ég bara get ekki skrifað meir og ætla fara og borða...........

dinsdag 12 februari 2008

Hálsbólga og horslettur eða kannski omilettur?

Já ég er með kvef!!!!! Óþolandi alveg! Neðri hæðin í húsinu var víst búin að vera einhver sýkladeild alla seinustu viku og fólkið þar hrundi niður eins og strá með kvef og flensu og ég hrósaði happi mínu að ég væri ekki búin að smitast en nei nei hefði nú betur sleppt því þar sem ég vaknaði í gær með hálsbólgu og hita! En í dag er líðan þó betri og því bannað að vera með þetta tuð og úti skín glampandi sól og blíða yfir landinu. Nema að ég er að fara í atvinnuviðtal klukkan hálf tólf og kannski bara PÍNU stressuð! Ussssssssss svo langt síðan ég fór í atvinnuviðtal að ég á abyggilega eftir að vera eins og einhver api þarna!

Wish me good luck!
Yfir og Út
Virðingarfyllst
Drekinn

donderdag 24 januari 2008

Kom sú og sigraði!

Já hún Una mín vann hinar miklu lýðræðiskosningar sem voru haldnar hér í gærkveld! Það er nebbla einn í húsinu að fara flytja og þá eru haldnar kosningar til að velja nýjan housemate! En fyrst máttu þeir sem eru búnir að búa hér í húsinu hvað lengst rífast um fína tveggja hæða herbergið sem var að losna og svo mátti ég hirða afganginn þar sem ég er ennþá seinust í staflanum enda bara nýflutt inn. Nema ég er sumsé að fara flytja! Úr herbergi 13 í 13C eða ca. 20 skref héðan! Stórflutningar í nánd sumsé! Og Una mín fær þá herbergið mitt. 13C er nebbla þó nokkuð stærra eða með einum auka glugga! Svo Quincy mín ætti að geta teygt aðeins betur úr sér.....blessunin! Og er stórlega að hugsa um að segja skilið við fínu kojuna mína sem var ætluð til að spara pláss en þar sem ég mun núna hafa aðeins meira pláss er kannski óþarfi að láta sig hafa að klifra uppí rúm á hverju kveldi og svo aftur niður á morgnanna..........heheheeee Una að spá í að testa þetta og taka við kojunni. Sjáum hvað verður.
Nema hvað að ég er bara öngvan veginn að nenna að læra fyrir prófin. Sveiattan! Opleidingskunde er bara að ég held eitt það ALLRA leiðinlegasta fag sem ég hef nokkru sinni verið í á minni stuttu ævi! er svo ung nebbla.......... En tjaaaaaa því minna sem ég læri og nenni ekki því minni líkur að ég nái og þeim mun MEIRI líkur að ég þurfi að endurtaka þenna leiðinda skíta kúrs! Svo ég veit svosem alveg hvað er í vændum og hvað mér er fyrir bestu........heheheheee
En svo langaði mig að benda ykkur á þessa mynd frá henni Annie The story of stuff sem ég horfði á í kveld með nokkrum húsfélugum inní eldhúsi! Einkar Amerísk dramatík um allt stuffið okkar en samt áhugaverð og skemmtileg:
http://www.youtube.com/watch?v=OqZMTY4V7Ts

Dus kijken allemaal!
Bless í bili mín kæru

zondag 20 januari 2008

Nýtt ár og ný byrjun

Gleðilegt nýtt ár allemaal!
2008! Tíminn flýgur áfram! Ég hafði það agalega gott á klakanum um jólin og áramótin! Mamma og pabbi hugsuðu voða vel um mig og ekki hægt að segja að ég hafi ekki fengið nóg knús! Yndislegt að loksins líka sjá littlu sætu uppáhaldsfrænkuna mína! Orðin ofurstór og svaka dugleg!

En nú er skólinn kominn á fullt ról á ný! 2 stór próf framundan og presentation fyrir rannsóknina okkar. Búið að ganga á ýmsu í rannsóknarhópnum okkar! Endalaus rifrildi og ósamkomulag um hvað og hvernig. En maður lærir nú líka af því og verkefnið okkar á lokastigi núna og lítur barasta nokkuð vel út svei mér þá! Theoríukaflinn sem ég skrifaði í mínu pari er núna 33blaðsíður sem kostuðu sko svita og tár! En stolt er ég af honum engu að síður!

Quincy er líka komin heim á ný eftir gott frí hjá Marlies og Dave í Haag! Náði að sveifla sér nokkrum sinnum í jólatrénu þeirra og vera óþekkur kisi eins og henni einni er lagið! En hún er alltaf velkomin aftur og fékk meira segja gjöf með sér heim:) De schat!!!

En nú er sunnudagur og helgin senn á enda og druk druk vika framundan! Þannig ég ætla mér snemma í háttinn að þessu sinni til að ná mér í orku fyrir viku fulla af skólahjóla!
KNús í bili