woensdag 28 november 2007

Pappakassa og Brussel

Jæja nú eru einungis 2 dagar í stórflutninga mína! Quincy flytur reyndar í kvöld til Delft þar sem hún ætlar að fá að gista hjá Árna meðan á ósköpunum stendur. Þarf þá líka ekki að pakka henni niður í kassa eins og öllu hinu ruslinu mínu. Fín byrjun fyrir hana til að venjast Delft og svoleiðis. Alveg ótrúlegt samt hvað mér er búið að takast að sanka að mér miklu rusli síðan ég flutti hingað! Allskyns dót sem ég nota ALDREI! Þannig að ég er bara búin að vera dugleg að gefa í góðan málstað hjá vinum mínum í Kringloop hér úti á horni. Fínt að taka svona til í lífinu af og til. Nema ég flyt sumsé á föstudaginn og vildi bara segja TAKK við alla fyrir að bjóða fram hjálp sína! Eruð öll yndisleg! Og svo á laugardagsmorgun fyrir fyrsta hanagal verður stefnan tekin á Brussel í hina löngu ákveðnu hnátuferð okkar íslensku Hollandshnáttna! Það verður áreiðanlega algjör snilld og ég bara farin að hlakka til svei mér þá!

Næsta blogg mun verða úr nýju kytrunni okkar Quincy í Delft þannig bara see ya in Delft!

3 opmerkingen:

Rúna zei

Ví það verður svoooo gaman hjá okkur í Brussel!!!
Við rumpum þessu af á mettíma á föstudaginn :)

Björt zei

Hæ Elsku Lína,
gangi þér vel að flytja - þetta verður ekkert mál þú ert svo mikil hetja :)

kossar & knús,

Björt

tóta zei

stuð stuð stuð!
ég vil svo koma í heimsókn aftur og vera óþolandi í nýja húsinu þínu :)
hey svo rakst ég á þetta... datt í hug þú myndir fíla það
http://blogg.visir.is/hemmigunn
kysskyss