woensdag 19 december 2007

Brrrrrrrrrr...............

Það er kalt í Hollandi og þegar svona er þá er sko eins gott að vera með sjálfsbjargarviðleitnina á hreinu og eins og sjá má á þessarri mynd er hún Quincy mín sko ALVEG með þetta á hreinu! Bara láta loppuna lafa vel niður og finna hitann frá ofninum verma sig og þannig þarf hún líka öngva vettlinga blessunin eða loppulinga! Ég er aftur á móti sjálf ekki svo vel búin eins og hún að vera með svona fínan of hlýjan feld en þar í stað kemur ullarpeysan góða, vettlingar,heitir drykkir og svo bara ofninn í BOTN. Nema hvað að þessum kulda fylgir líka hjá mörgum kvef en einn spánverjinn hér í húsinu er einmitt mikið kvefaður. Það fer líka ekki fram hjá neinum þar sem ég hitti hann í gærkvöldi frammi í eldhúsi með nánast heila klósettrúllu uppí nefinu á sér! Það má kannski taka það fram að klósettpappírinn er einmitt innifalin í leigunni hjá okkur en fyrr má nú samt vera. Ég hélt að maðurinn væri stórslasaður og spurði hvað í ósköpunum hefði eiginlega gerst..................en nei nei þá var hann bara með kvef of fannst þetta eðalráð til að stoppa flæðið svona rétt á meðan hann eldaði sér kvöldverðinn sinn! Mér fannst þetta nú bara fyndið! En nú nálgast jólin óðum og þar með ferð mín til ÍSLANDS! Er satt að segja bara orðin svaka spennt að fara og KNúsa alla og borða eðalgóðan mat og bara slappa af. Quincy mín fer í kvöld í pössun hjá Marlies og Dave og er búin að lofa mér að vera alveg hreint gasalega þæg og ekki borða jólastjörnuna hennar Marlies eins og hún gerði í fyrra og þau fengu panik þegar kisinn byrjaði að gubba rauðu útum allt!
KNús Posted by Picasa

woensdag 12 december 2007

Ný kytra og jólin nálgast á ógnarhraða

Sælinú!
Jæja þá er mín flutt til Delft eða nánar tiltekið Bagijnhof númer 13! Er gasalega glöð með nýja herbergið mitt og nottla alla nýju húsfélagana! Fæ fína kennslu í viskastykkaslagsmálum a kvöldin svo að þú Siggi minn munt sko aldeilis þurfa vara þig þegar ég kem um jólin! Er orðin ansi góð nebbla og ætla að taka þig í karphúsið! Quincy kvartar heldur ekki og virðist bara hin kátasta í nýju kytrunni okkar! Þótt hér sé miklu minna pláss heldur en það sem við höfðum í Den Haag þá erum við í skýjunum með þetta og allt dótið smellpassar inní herbergið!
Nema hvað er fleira í fréttum???? Fór til Brussel með stelpunum og það var meiriháttar gaman! Lögðum í hann eldsnemma á laugardeginum svo við hefðum allan laugardaginn til að skottast! Og við eyttum mestum hluta dagsins í súkkulaðibúðum að troða í okkur ókeypis smakki og í að leita af vöfflum! Gistum á þessu líka fína Hostel í kojum og ekki hægt að segja að það hafi væst um neinn! Enda vorum við með eðal teppi til að breiða yfir okkur og pissulök! Fórum reyndar út að borða á ansi spes stað á laugardagskvöldinu............þar sem við vorum nánast dregnar inn af einum þjóninum sem lofaði okkur kampavíni og fínheitum! En því miður reyndist þetta nú augi raunin............einhver geðvondur vinnufélagi hans tók að sér að þjóna okkur til borðs og var ekki sá allra þjónustulundaði!!!! Reyndi ítrekað að stinga annað augað úr Rúnu okkar! Söössssssssss! Nema hvað annars bara hin fínasta ferð og mikið hlegið og haf gaman! Þannig ég segi bara hvurt er ferðinni haldið næst mínar kjöru?????? Svo eru komnar myndir inn úr ferðinni líka og þær er að sjálfsögðu að finna í myndir!

Skólinn á fullu þessa dagana og þá sérstaklega í rannsókninni! Sat einmitt núna áðan í rúma 3 tíma upp í skóla með Christie að setja inn allt datað okkar í SPSS og þar sem við fengum mjög gott respons tók þetta svo sannarlega sinn tíma..........pppffffffff.......... en nú verður samt gaman að fara leika sér með datað og sjá hvaða möguleika við höfum til að greina það!
Svo er eitt próf framundan 21 desember og mín á fullu að undirbúa sig fyrir það og svo bara JÓL OG LOKSINS JÓL! Er orðin yfir mig spennt að fara til Íslands í allan góða matinn og faðm fjölskyldunnar! Þarf alveg á knúsi að halda þessa dagana og mamma á eftir að redda því þegar ég kem 22:)

En jammsi ætla núna reyna læra eitthvað............þótt nenni engan vegin meir í dag!
KNús frá mér
Lína

woensdag 28 november 2007

Pappakassa og Brussel

Jæja nú eru einungis 2 dagar í stórflutninga mína! Quincy flytur reyndar í kvöld til Delft þar sem hún ætlar að fá að gista hjá Árna meðan á ósköpunum stendur. Þarf þá líka ekki að pakka henni niður í kassa eins og öllu hinu ruslinu mínu. Fín byrjun fyrir hana til að venjast Delft og svoleiðis. Alveg ótrúlegt samt hvað mér er búið að takast að sanka að mér miklu rusli síðan ég flutti hingað! Allskyns dót sem ég nota ALDREI! Þannig að ég er bara búin að vera dugleg að gefa í góðan málstað hjá vinum mínum í Kringloop hér úti á horni. Fínt að taka svona til í lífinu af og til. Nema ég flyt sumsé á föstudaginn og vildi bara segja TAKK við alla fyrir að bjóða fram hjálp sína! Eruð öll yndisleg! Og svo á laugardagsmorgun fyrir fyrsta hanagal verður stefnan tekin á Brussel í hina löngu ákveðnu hnátuferð okkar íslensku Hollandshnáttna! Það verður áreiðanlega algjör snilld og ég bara farin að hlakka til svei mér þá!

Næsta blogg mun verða úr nýju kytrunni okkar Quincy í Delft þannig bara see ya in Delft!

donderdag 22 november 2007

Drekinn er að yfirgefa Den Haag

Og nú er aldeilis stórfréttir: Ég er að fara flytja til Delft. Í sama húsið og Una, Rúna og Adriaan búa í en tjaaa heill hellingur af öðru fólki! Þetta gerðist algjörlega 1,2 og 10 og ég eiginlega bara en að ná þessu öllu saman nema hvað á næsta föstudag í næstu viku flytjum við Quincy sumsé. Er nú alveg vel stressuð yfir flutningunum sjálfum.............bara ræð ekki við mig. Ég er snillingur í stressi! Svaf nánast ekkert í nótt. Endalaust að spá í hvernig ég ætti að pakka niður.........leigja bíl........þora að biðja fólk um að hjálpa mér við flutningarnar..........koma dótinu mínu fyrir þar sem herbergið er heldur í minni kantinum......og tjaaaaaaaa svona heldur listinn áfram. Ef ég held svona áfram verð ég komin á háann skammt af prósac eftir helgi! ARRRRGGGGGG! Nema hvað að ég er samt ofurspennt yfir að fara búa í þessu húsi! Verður hollt og gott fyrir mig innipúkann að búa innan um annað fólk til tilbreytingar. Allt of auðvelt að loka sig af hér og svo nottla bara GAMAN að fara búa innan um og í nágrenni við alla vinina sína! Þetta verður áreiðanlega allt ok þ.e.a.s. þegar ég er búin að koma öllu dótinu fyrir EINHVERNVEGIN og flutningum lokið!

Svo var Tótan mín nottla hjá mér seinustu helgi! Var endalaust gaman hjá okkur og þá specially þegar það var verið að kalla á Batman sjálfan! Það gerist nú ekki á hverjum degi! En myndirnar tala sínu máli svo endilega kíkið!

Knús í bili frá StressDrekanum sem bara ræður ekkert við sig þessa dagana

maandag 12 november 2007

Propadeuse diploma og senn kemur Tótan!

Jæja kominn mánudagur og bloggtími þar með!

Ansi margar og jú skemmtilegar fréttir héðan úr Hugo De Grootstraat að þessu sinni! Ég fékk nebbla staðfest á þriðjudagsmorgunin að ég væri búin að ná propaseuse diploma innan við hið ógurlega tiltekna tímamark og má því núna halda áfram í náminu og komin í gegnum síuna! Get núna svosem dundað mér við þetta næstu 10 árin án þess að eiga í hættu að verða hent út! Þótt það sé nú ekki planið er samt góð tilhugsun svona bakvið annað eyrað! Gæti t.d. fótbrotnað eða meitt mig í littla fingri og verið úr leik í smá tíma en tjaaaaaa nú er það bara ok. Þannig ég get sko alveg sagt að ég sé búin að sofa vel undanfarna daga. Nema hvað að svo fékk ég mail núna áðan með niðurstöðunum úr líffræðiheilaprófinu og viti menn fyrsta 9 mín komin í safnið í háskólanum í Leiden! Búin að vera syngjandi glöð seinasta klukkutímann!!!! Átti alveg von á að hafa náð en ekki von á svona skemmtilegri einkunn sem setur brosið alveg lengst út fyrir eyrnasnepplana!

en nóg um skólann! Ha? Bíddu hvaða skóli??? TÓTAN ER AÐ KOMA! Hún er væntanleg næsta fimmtudag og mun dveljast hér í Niðurlöndunum fram að mánudegi hvorki meira né minna! Fyrir þá sem ekki vita þá get ég hlegið svo mikið með Tótu að ég á það til að missa röddina og vera með harðsperrur í maganum svo dögum skiptir. Þannig að eftir helgina ætti ég að vera komin með nokkuð fínt þvottabretti á bringuna mína;) Hún fær nú reyndar ekki gistingu hér fyrr en hún er búin að afhenda mér ýmisleg góðmeti frá Stór Bretlandi! Nokkrar súkkulaði tegundir eins og t.d. toffie crisp! Og ef hún hagar sér vel og Quincy er en á lífi á sunnudaginn þá mun ég kannski verðlauna hana með Prins pólói úr pólsku búðinni hér í götunni!

En svo var víst feiknar stormur hér í Hollandinu. Mér tókst að sofa hann frá mér að mestu leyti en pabbi hringdi samt og vakti mig til að segja mér frá og vara mig við þessum stormi! Sem jú ég var búin að missa af og stóð eins og álka á náttfötunum með pabba á hinum endanum með sögur af fólki við strendur hollands sem þurftu að yfirgefa heimili sín! Sösssssssss! mbl var eitthvað aðeins að ýkja og þar var að lesa að þetta ætti allt eftir að gerast en var búið að gerast á MEÐAN ÉG SVAF eins og prinsessan á bauninni! Mwah!

En jammsi bammsi nú er brátt kominn kveldmatatími og bumban mín farin að baula!

Yfir og Út
Drekitan

maandag 5 november 2007

Sæll skíthæll

Og svo kom bara mánudagur.......mér til mikillar mæðu. Alvara lífsins tekin við á ný eða jú alla fram að næsta föstudegi!

Átti voða voða fína helgi eftir að hafa klárað próftörn dauðans. Árni mætti á föstudaginn og við chilluðum og horfðum á með allt á hreinu! Árni mætti reyndar færandi hendi með Gammel Dansk til að fagna próflokum mínum nema bara að ég veit hreinlega ekki um drykk sem mér þykir vondari á bragðið;) úúúúpppps! Svo á laugardagskvöldið var hörð dagskrá: Klukkan átta þegar allir aðrir fóru að hátta fór ég á bjórsmökkun í Delft. Prófuðum 6 tegundir af Mjöð sem var mjög svo gaman og fengum að heyra allt um mjöðinn frá Herra bjórprofessor í Delft. Hann gerði sitt besta nema var kannski aðeins of langorður að mati viðstattra..........og ekki alveg nógu fyndinn heldur! En tja you win some you loose some! Svo var haldið rakleiðis í hið árlega huisfeest í Bagijnehof en Rúna og Una búa þar og einu sinni á ári er haldið svaka partý af húsráðendunum! Allir mættu í sínum fínustu búningum og var mikið um dýrðir! Endilega kíkið á myndirnar í albúminu mínu því þær segja meira en mín orð hér! Myndað mál er gott mál!

En nú er jú mánudagur og allt komið á fullt á nýjan leik. Hjólaði í nokkra skóla í dag að leita af skóla til að taka þátt í rannsókninni okkar en nei nei því miður án lukku! Lenti meira segja í einhverjum brjáluðum krakka sem vildi berja mig með hlaupabrettinun sínu! Þessi ungdómur í dag! Eins gott að ég er í þessu námi til að taka á svona ormum;) En á morgun heldur leit mín ótrauð áfram!

En nú er komin tími to hit the sack as they say! Mæting klukkan átta í Basisschool t´Palet í fyrramálið til að gera observation fyrir einn kúrsinn minn! Stuð og stemming sumér!

Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Rannsóknardrekinn

woensdag 31 oktober 2007

One more day...............

Jæja þá er einn langur lærdómsdagur ennþá framundan og þá er þessarri próftörn dauðans loks lokið og ég kátur og glaður Dreki á nýjan leik. Alveg komin með nóg núna satt að segja. Nema hvað fór reyndar á fyrsta fund í dag í sambandi við rannsóknina mína og tjaaaaaa bara svaka spennandi nema að ég þarf helst að finna 300 foreldra sem vilja fylla út spurningalistana mína báða tvo fyrir næsta miðvikudag...........heheheeee bara harkan ein! Ég á að gera þetta saman með henni Christie og jú þetta hljómar kannski voða auðveldlega í ykkar eyrum en trúið mér þegar ég segi að þetta verður augi auðvelt verk! Enda tala um tvo spurningalista með 65 og 72 spurningum svo veit ekki hver nennir! En ég mun gera mitt besta í nafni rannsóknarinnar. Finnst reyndar svaka spennandi að vera fara gera mínu fyrstu stórtæku rannsókn á ævinni og aldrei að vita nema svo vel heppnist að við fáum hana birta líka!
Quincy er hress og kát. Gerir lítið annað þessa dagana en að stökkva á eftir öllu og aðalega hanga á kálfunum á mér. Veit ekki hvort fólkið sem ég fékk hana frá var kannski bara að ljúga að það væri búið að gelda kvikindið?????? Tjaaaaaaa veit augi! En hún er nú samt sæt nottla og voða voða krúttleg. Heldur mér vakandi yfir blessuðum rullunum sem mig langar mest að öllu að æla yfir og pakka niður og skella mér í langt sumarfrí á sólalegar slóðir!
En einn dagur og svo próf og svo GLEÐI GLEÐI sama hvurnig á eftir að ganga! Og bjór bjór og gaman gaman!

Er farin uppí kojjjjuna mína að hvíla hausalinginn svo ég verði hress og kátust á bókasafninu á morgun jafnvel fyrir fyrsta kaffibollann!

Knús

zondag 28 oktober 2007

Próf Próf og þreyttur Dreki

Jæja þá er komin sunnudagur og sveiattann bara því það þýðir að á morgun er mánudagur til mæðu. Fór í 4 próf í seinustu viku og er að fara í eitt í þessarri viku og þá vonandi búin í bili eða þangað til í lok desember Þannig seinustu vikur eru búnar að vera lærdómsvikur hjá mér og mín búin að vera gasalega dulleg að læra! En verð kát þegar kemur í ljós hvort ég stóð mig og búin í prófinu á föstudaginn. Ætla að gera eitthvað hrillilega skemmtilegt um næstu helgi til að fagna þessum próflokum! Pottþétt!!!!! Fór reyndar í afmæli hjá Rúnunni í gær og það var meiriháttar gaman! Mikið dansað, sungið og dominoast á ofurstóru dominói! Hefði hreinlega getað skilið linsurnar eftir heima bara!
En jamm hef bara ekkert að segja frá þessa dagana.............sorry! Eða jú keypti reyndar nýja fína skó í gær og er ALLGLÖÐ með þá!!! Svarta og hvíta strigaskó fra All star!
Rigningin dynur á rúðuna hjá mér og þó mér þyki rigningin góð þá finnst mér þessi rigning bara allsekki góð! Rok og það er svo kalt hérna inni hjá mér! Komin í flís og hlýja inniskó en er samt kalt......... verður köld nótt hjá Drekanum.

Góða nótt esskurnar mínar
Drekinn

zondag 14 oktober 2007

Áhyggjufulli Euroshopper Kisinn

Jæja þá fannst mér nú tími kominn á smá blogg! Ákvað að láta þessu fínu mynd fylgja með en þett ku vera hið fína kattarþurrfóður frá öngvum öðrum en þeim félögum frá Euroshopper. En hér kemur kjarni málsins: Hvað þettur ykkur í hug þegar þið sjáið þessa mynd framan á pakkanum? Ég sé nú bara hrikalega daprann og aumkunnarverðan kisa..........! Á ég sumé að halda að svona verði Quincy ef ég held áfram að gefa henni þennan mat? Verður hún bara einhver looser?????? Finnst alveg með eindæmum hvað allar Euroshop pakkningarnar eru alltaf ljótar en þessi slær öll met finnst mér! EN tjaaaaa nóg um það! Annars allt gott að frétta fyrir utan prófstress þar sem þau nálgast öll á ógnarhraða og Drekinn nottla orðinn kvíðinn eins og svo oft áður. Er alveg að reyna vera ekki stressuð en er samt byrjuð að vakna upp á nóttunni við að ég er barasta að þylja upp glósurnar mínar...........pppffffff.........held svei mér þá stundum að ég ætti nú bara að láta leggja mig inn!!!! En tók mér reyndar lærdómsfrí í gærkvöld og fór til Ypenburg sem er í útjaðri Delft. Hún Annick belgísk vinkona mín sem ég bjó með og vann með í Guatemala á sínum tíma var þar í partý og var búin að bjóða mér að kíkja við. Var meiriháttar gaman að hitta Annick aftur en ég var nú ekki búin að sjá hana í 3 ár! Svo var fínn matur á boðstólnum sem var nú ekki verra heldur! Tónlistin og restin af fólkinu var nú samt frekar spes og við Árni urðum vitni af alskyns ansi skondnum dansporum! En og aftur takk fyrir að koma með Árni! Þú mátt draga mig með í skrítið partý næst! En jamm bamm það er smá sletta eftir í afbragðssósunni frá E Finnsson og mín búin að fara út að hlaupa fyrir daginn í dag þannig ætla gjöra mér samloku!
Njótið lífsins og verið þæg og góð!
Línan og Quincyinn einstaki Posted by Picasa

woensdag 3 oktober 2007

Eigum við eitthvað að ræða þetta? Hélt ekki!

Ég átti aldeilis en ekki viðburðarríkan morgun í gær. Ég ætlaði eins og svo marga aðra morgna að fá mér kaffibollann góðan og þegar ég opnaði eldhússkápinn til að ná mér í mjólkurduft út í bollann minn hrundi hann bara niður! Bara sisvona! Munaði engu að ég hefði fengið straujárnið í hausinn takk fyrir! Mér brá nú alveg soltið í öllum hamalátunum en Quincy lét þetta aftur á móti ekki eyðileggja sinn morgun. Hún vaknaði aðeins og kom og þefaði af kaffislettunum á gólfinu og fór svo aftur í bólið sitt að klára morgundrauminn sinn. Nema hvað þá er búið að hengja skápinn upp á ný. Stjáni Blái kom nebbla alla leið úr Delft með spínatdós og ikea verkfæraboxið sitt. Reyndar sagði sérfræðingurinn að ég yrði að fjárfesta í nýjum festingum helst í gær þar sem þessar héldu ekki og eiga ekki eftir að halda mikið lengur. En þangað til þá mun ég bara opna skápinn með mikilli alúð og aðgættni. En það allra sorglegasta við þetta allt saman er að Herra Senseo lifði fallið ekki af:( Hann var gjöf frá henni ömmu minni og við Senseo erum sko aldeilis búin að eiga góðar stundir saman í gegnum árin.............Á eftir að sakna þín herra Senseo! Cheers mate!!!! Þannig á morgun eftir skóla ætlar mín að skella sér í bæinn og kaupa könnu til að gera kaffi. Á líka 30 evru inneignarnótu í Bijenkorf sem að ég er lengi búin að vera velta fyrir mér hvað ég eigi að nota í og ég held að þetta sé rétta momentið. Annars lítið annað að frétta. Nema ég er eitthvað voða voða þreytt og finnst lítið verða úr dögunum mínum............og þá verður Drekinn stressaður enda prófvika eftir aðeins 3 vikur! ppppffffffff..............

Knúsiknús á ykkur frá mér

zondag 30 september 2007

Góðan og Blessaðan sunnudag öllsömul

Jæja þá er bara en ein vikan liðin og það er alveg að koma október! Jiiiiiiiiiiii hvað mér finnst tíminn vera fljúga frá mér. Annars allt gott að frétta samt sko. Skólinn kominn á fullt flug alveg og er byrjuð í 5 faginu núna..........heheheeee. Reyndar allt í lagi fag. Erum 4 saman í hóp eða ég og 2 vinkonur mínar og svo hún Fatima. Já ég veit hvað þið eruð öll að hugsa núna en hún er sko fínn hettumávur og svaka hress bara;) Nema þetta fag gengur út á mikinn lestur og svo klukkustunda fyrirlestur einu sinni í viku og eftir hann höfum við 3 tíma til að vinna úr verkefni innan okkar hóps og velja okkur annan hóp til að fá feedback frá. Það er nú kannski vert að taka það fram að verkefnið fyrir seinustu viku sem við eigum að skila inn núna fyrir þriðjudaginn byggist einmitt á hinni frægu kvikmynd dangerous mind með engri annarri en henni Michel Pfeiffer í aðalhlutverki! Hvur man ekki eftir hinum fræga smelli úr þessarri mynd????? Var nú alveg nauðgað á öllum útvarpsstöðvum landsins á sínum tíma ef ég man rétt. Enda læt ég linkinn í þetta fallega lag fylgja til að hlýja ykkur um hjartaræturnar. Þannig þessi áfangi er einmitt alveg þveröfugt við allt sem ég hef fengið að kynnast í háskólanum í Leiden hingað til! Sumsé ekki bara sitja kjurr í 3 tíma og hlusta og reyna skilja á sama tíma og svo að reyna lesa kannski 300 blaðsíður um efnið þegar heim kemur.
Svo get ég nú sagt ykkur frá því að ég er orðinn hlaupagarpur mikill! Farin að fara út að skokka eins og maniac! Stundum með nágrannastelpunni en líka bara ég með Páli Óskari! Alveg ótrúlegt hvað það að heyra Stuð að eilífu getur gefið manni vítamínsprautu í bossann! Alla vega gengur bara fínt að fara svona út að hlaupa og mín fer lengra og lengra með hverju skiptinu til að byggja upp meira þol. Tek það fram að ég er ekki búin að vera neyta kakómjólkur þannig er ekki að fá þennan kraft þaðan! Reyndar hef ég verið að hugsa um að fara hlaupa með hauspoka (og samt götum fyrir augu og munn) eftir það sem ég lenti í á föstudaginn þegar ég var bara saklaus víkingur úti að skokka í Den Haag. Ég var sumsé að skokka og það kemur pizzasendill á svona scooter á móti mér og hægir sérstaklega á sér til að fá sem mest útsýni af mér með svitann lekandi niður á hæla og rauð eins og epli í framan! Svo sexy bara get ég sagt ykkur! Nema hvað hann blístraði og commentaði eitthvað sem ég heyrði ekki enda með Palla í botni í eyrunum en mér tókst að heyra dynkinn sem fylgdi í kjölfar. Jú jú manninum tókst að keyra á kyrrstaddan bíl á næstu ljósum eða nánar tiltekið kerruna sem var tengd aftan á þennann bíl. Sem betur fer urðu engin meiðsl svo að sjá á neinum og við Palli héldum bara áfram eins og ekkert hefði í skorist en samt á kafna úr hlátri;)
Svo er herra hávær kærasti stelpunnar sem býr við hliðina á mér alveg hættur að sjást eða réttara sagt heyrast. Get nú ekki sagt að ég sakni hans mikið en hef samt heyrt hana gráta á kvöldin þannig er að spá hvort þetta hafi kannski bara endað allt í tárum? æææjjjjjjjj! Ég þarf þá samt ekki að heyra gaurinn geispa á kvöldin eins og hann sé hreinlega að geispa golunni blessaðurinn!
En jæja nú er kaffibollinn búin og best að skella nýjum í senseo og reyna svo að lesa eitthvað! Enda af nógu að taka svosem;)

Verið svo þæg og stillt þangað til næst því nú eru jólin farin að nálgast enda farið að selja jóladrasl í búðunum hér í gríð og erg sem jú þýðir aðeins eitt=Jólasveinarnir eru farnir að fylgjast með og hver vill nú rotna kartöflu í sinn gæðaskó? EKKI ÉG ALLA VEGA!

Knús
Línan ykkar

zondag 23 september 2007

Takk fyrir pakkann mamma og pabbi!

Eins og þið sjáið var ég ekki aðeins glöð með pakkan frá ykkur og innihald hans heldur var Quincy líka í skýjunum með sendinguna og svaf voða vel í pakkanum! Það verður senn eðal Toro hrísgrjónagrautur á borðum hér en samt ekki fyrr en það er aðeins farið að kólna! Annars var helgin svaka fín. Fór á Jazztónleika í Rotterdam í gærkvöld með Árna, Binna og Svövu! Komnar nokkar myndir af því í myndalbúmið:)
En núu tekur við smá lestur fram að kveldverði!
Knúsiknús í bili frá mér;) Posted by Picasa

donderdag 20 september 2007

Rigning og endalaus rigning........

Það er komið haust í hollandi sem þýðir aðeins eitt: Rigning og hellingur af henni! Get ekki sagt að ég sé mjög hrifin af þessarri veðráttu og þá sérstaklega þar sem það er líka farið að kólna og ekki hægt að setja hitann á hér hjá okkur Quincy þar sem það er lokað fyrir það frá 01 april til 01 október. Hollendingar alltaf að spara og húseigandinn hér er sko aldeilis einn af þeim. En neyðin kennir naktri konu að spinna og til allrar hamingju á ég nú nokkrar fínar ullapeysur og inniskó og hún Quincy mín er til allrar lukku þakinn þessum líka fína loðfeldi!
Annars er Quincy bara í essinu sínu þessa dagana enda þarf hún nú líka ekkert að fara út í þetta veður. Hún er til að mynda búin að gera þá uppgvötvun að blóm eru mjög bragðgóð. Ég fékk nebbla sólblóm gefins um daginn á lestarstöðinni og kom með það heim og ég var varla komin með það inn úr dyrunum áður en hún réðst á það eins og hún hefði bara ekki fengið að borða í ár og aldir! Ég neyddist til að setja blómgreyið upp á skáp en Quincy er nú ekkert sátt og mjálmar reglulega í áttina að því. Bara svona til að láta mig vita að hún er ekkert sátt.
Fór aftur í sjúkraþjálfun í morgun því axlirnar auðvitað farnar að stríða mér á ný! Fékk gott en jú sársaukafullt EN núnudd og skipun um að ég yrði að fara meira í ræktina og bannað að sitja og lesa allann liðlangann daginn. Er búin að vera voða dugleg að lesa ekki allann liðlangann daginn undanfarið en tjaaaaaaaa ekki búin að fara í ræktina en samt ekki vegna leti heldur peningaleysis en það ætti að reddast innan bráðar og þá fer ég og skrái mig á nýjan leik og verð voða voða dulleg!
Svo fór ég líka á þennan líka dásamlega skemmtilega fyrirlestur í gær! Í tvö tíma sat ég og hlustaði á sköllóttann mann frá Brabant (því fylgir einmitt einkar spes málýska) tala um heilabú mannsapans. Sem jú getur verið einkar áhugavert nema ef maðurinn hefði kannski haft fyrir því að tala á mannamáli! En ekki fagmáli! Þetta var fyndið svona fyrstu 20 mínúturnar en svo voru allir bara búnir að leggja niður pennana sína og farnir að hrista hausinn. Hann hefði alveg getað verið að halda fyrirlesturinn á japönsku! Ég hata einmitt svona fagfólk sem að annað hvort bara veit of mikið en getur ekki kennt öðrum það sem það veit eða þykist vita svona mikið og notar þess vegna ekki mannatal. Ég var alla vega nett pirruð yfir þessum skallapoppara og lærði bara ekki rass á þessum fyrirlestri! Svo er líka ekki nema 80% fall í þessum áfanga:)
En jamm bamm ætla reyna klára Gozoline líffræðibókina í dag. Svo er partý í skólanum í kvöld. Á að umturna allri byggingunni sem ég er í frá social sciences í svaka diskó og casino! Kostar einnungis 5 evrur inn og ódýr bjór þannig við Merel ákváðum að skella okkur! Vera með!

Verið ljúf og elskið lífið

Ofurdrekinn ykkar

zaterdag 15 september 2007

Zaterdag en de zon schijnt zo mooie en prachtig!

Sælt veri fyrir fólkið!

Jæja þá er búið að halda þjóðhátíð og majonesan orðin gul! Var alveg hreint meiriháttar vel heppnað í alla staði! Nægur matur til að fæða hálfan Kópavog og allir saddir og kátir. Mætingin var með sóma og held ég að hópurinn hafi náð í hátt 18 manns þegar hæst stóð! Það var mikið borðað og jú jú drukkið líka og fyrir þá sem voru nógu diehard og fóru ekki heim snemma var Sókrates sungin hátt og snjallt ásamt fleiri vel útvöldum smellum sem flestir komu nú af hinum landsþekkta SS pulsudiski! Ég vil því hér með skora á SS að fara gefa út bjúgudisk sem allra allra fyrst! Alla vega mun ég fjárfesta í einum svoleiðis! En myndirnar tala sínu máli og ég er búin að setja nokkrar prenthæfar inn á myndasíðuna fyrir þá óheppnu sem ekki tóku þátt í þessum glaðning okkar!

Annars er orðið lítið eftir af E Finnsson sósunni minni og ég get nú ekki leynt því að ég hef nettar áhyggjur af því hvurnig fer þegar hún klárast þar sem ég eeeelska þessa sósu!

Svo er nú líka bara glampandi sól í dag sem gerir lífið nú extra bjart og skemmtilegt! Árni hélt því meira segja fram að sumarið væri bara koma á ný! Ætla bara trúa því svona tímabundið held ég:)

Jæja heyri snark snark úr samlokugrillinu sem þýðir aðeins eitt= E Finnson lokan mín er tilbúin til snæðings!

Elskið friðinn og strjúkið kviðinn

Línan ykkar

woensdag 12 september 2007

Hallú

Jæja þá er mín sko aldeilis búin að vera dugleg! Búin að vera púslast við að loksins setja upp myndasíðu og þar með nú þegar aðeins minni óreiða í myndamálunum mínum! Kominn linkur á hana hérna svo að endilega kíkið!

Annars mest lítið að frétta fyrir utan moskítóflugufarald í herberginu mínu og Quincy sem eltist við mýs á nóttinni en tjaaaaaaaaaaa nær bara engri! En tekst að vekja mig með hávaðanum!

En jamm borði borði núna og nágrannar! Svo til Delft á De Ruif!

ciao

Línan

maandag 10 september 2007

Línus ætlar að bloggast!

Hellllllu!

Jæja ég ákvað að koma mér í siðmenninguna og gerast bloggari á ný! Pjásusíðan okkar orðin hálfdauð enda mikið að gerast hjá okkur öllum en við munum að sjálfsögðu gera okkar besta við að halda síðunni opinni og skrifa á hana svona af og til................http://www.blogg.central.is/hollandspjasur svo hér hafið þið það!
Nema hvað að hér mun ég reyna eftir minni bestu getu að segja ykkur frá því sem drífur á daga mína hérna í Niðurlöndunum eða nánar til tekið í Den Haag! Svona ættu vinir og vandamenn að geta heyrt meira frá mér og fallegasta ofurkisanum mínum henni Quincy! Sem er nú reyndar sofandi eins og er.................en ég mun gjöra allt sem í mínu valdi stendur til að kenna henni á tölvuna og fá hana til að skrá sínar dýpstu hugsanir og svörtustu leyndarmál hér á þessa síðu!

Nema hvað! Hvað er helst í fréttum í lífi ofurdrekans???????? Jú jú skólinn góði nottla hafin á ný! Og tjaaaaaaa bara satt að segja nú þegar alveg nóg að gera svo ég kvarta nú augi yfir því að mér leiðist! Svo er planið að halda þjóðhátíð í Delft næstkomandi helgi! Ætti að geta orðin með eindæmum skemmtilegt svo lengi sem allir mæta og Pétur og fleiri í drykkjunefnd kaupa nóg af mjöðinum góða. Svo er planið að hafa mat og fleira og svei mér þá aldrei að vita nema verði bara skemmtiatriði líka? Sjálfboðaliðar?

En jú jú nú er mánudagur.........flestum til mæðu! Skóli og helgin búin! Nema nottla ef maður er Quincy! Þá er bara hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og sofa, mala, borða og láta vorkenna sér!

Njótið mánudagsinnssssssssss og rest þessarrar viku! Ég mun stefna á að gera hið sama:)

Línan